Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. apríl 2021 01:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jóh segir að Gary myndi ekki nýtast KA - Stór hluti leikmannahóps ÍBV ósáttur?
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jóh
Óli Jóh
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Addi Grétars
Addi Grétars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stóru tíðindi gærdagsins voru þau að Gary Martin var rekinn frá ÍBV. Fyrrum samherji Gary kærði hann fyrir að taka mynd eða myndskeið þar sem sást í viðkomandi leikmann án klæða.

Gary sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði reynt að biðja leikmanninn afsökunar en án árangurs. Gary er nú án liðs og vangaveltur um hvert hans næsta skref verði.

Þau lið sem hafa verið nefnd í umræðunni eru KA, Stjarnan, ÍA og HK í efstu deild. Þessi lið hafa verið nefnd í dag og voru nefnd í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi. Í næstefstu deild voru Selfoss og Vestri nefnd til sögunnar. Talið er að Kórdrengir hafi ekki áhuga á Gary.

Í hlaðvarpsþættinum var rætt um þennan brottrekstur. „Var ekki hægt að klára þetta mál inn á skrifstofu félagsins?" spurði Hörður Snævar Jónsson sem þekkir ágætlega til í Vestmannaeyjum og er ritstjóri 433.is.

„ÍBV mun fyrst og fremst blæða fyrir þetta. Þeir eru ekki að fara finna senter á þessu kaliberi, deildin byrjar eftir viku og þó svo þeir losni aðeins við launagreiðslur," sagði Kristján Óli Sigurðsson.

„Gary finnst á sér brotið og mun láta hart mæta hörðu í þessu máli," sagði Hörður. „Ég talaði við menn í dag og ég held að stærsti hluti leikmannahóps ÍBV sé mjög ósáttur hvernig þetta mál hefur þróast."

„Þetta er mjög erfitt fyrir ÍBV, það eru tengsl þarna inn í stjórnina og þjálfarateymið sem gerir málið ennþá flóknara,"
bætti Hörður við.

„Mér finnst lélegast hvernig stjórn félagsins tæklar þetta mál. Þeir áttu að taka þessa menn saman á einhvern fund þar sem málin eru 'clearuð' og menn fara út og einbeita sér að fyrsta leik," sagði Stjáni.

„Núna er öll athyglin komin á þennan leikmann og allir munu fylgjast með honum í fyrstu leikjunum. Þetta er íslenskur fótbolti í hnotskurn í litlu bæjarfélagi. Það er alveg hægt að benda á ÍBV en ég held að Gary þurfi einnig að líta í eigin barm," sagði Hjörvar Hafliðason.

Umræðuna í heild sinni má nálgast í upphafi nýjasta Dr. Football þáttarins.

Óli Jóh segir að Gary myndi ekki nýtast KA
Þeir Arnar Grétarsson, þjálfari KA, og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, voru spurðir í dag hvort það komi til greina að fá Gary til félagsins.

Miðað við svar Jóa Kalla í Innkastinu þá verður að teljast ólíklegt að Gary fari til ÍA. Arnar Grétarsson sagði þá í gær að KA hefði ekki skoðað að fá Gary. Arnar var spurður skömmu eftir að ljóst var að Gary hefði verið rekinn frá ÍBV.

Í kvöld birti Gary mynd af Pepsi Max-flösku á Instagram og er alveg hægt að túlka það sem einhverja vísbendingu um að hann vilji spila í efstu deild.

Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur í upphitunarþætti Pepsi Max-stúkunnar í gærkvöldi og spurði Guðmundur Benediktsson Óla hvort að Gary myndi nýtast liði KA.

Óli þjálfaði Gary í skamman tíma hjá Val árið 2019 en upp kom ósætti og Gary fór til ÍBV í sumarglugganum. Óli svaraði einfaldlega að Gary myndi ekki nýtast KA-liðinu.

„Ég þjálfaði hann í stuttan tíma reyndar. Ég er mest ánægður með það að þurfa ekki að taka ákvörðun um það að hvort eigi að taka hann í KA eða ekki."

„Nei, ég segi bara nei,"
sagði Óli.


Innkastið - Púlsinn tekinn fyrir fyrstu umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner