Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Júlía Ruth í Víking R. (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur styrkt sig fyrir áframhaldandi átök í Bestu deild kvenna en Júlía Ruth Thasaphong er komin til félagsins frá Grindavík.

Júlía Ruth er 21 árs gömul og spilar stöðu vængmanns en hún hefur leikið með meistaraflokki Grindavíkur frá 2018.

Hún spilaði með Grindavík alveg fram til 2023 en þá skipti hún yfir í Keflavík í eitt tímabil áður en hún sneri aftur heim.

Alls á hún 72 leiki og 8 mörk í deild- og bikar með liðunum, en hún mun halda áfram að bæta við leikjum með nýju liði.

Júlía hefur fengið félagaskipti yfir í Víking R. og getur því spilað sinn fyrsta leik þegar Víkingur heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks á laugardag.
Athugasemdir
banner