Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 29. maí 2023 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham missir af landsleikjunum og þarf líklega að fara í aðgerð á hné
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham verður ekki með enska landsliðinu í leikjum þess í undankeppni EM í júní en óttast er að hann þurfi að fara í aðgerð á hné. Þetta kemur fram í Daily Mail.

Þessi 19 ára gamli leikmaður átti stórkostlegt tímabil með Borussia Dortmund og var verðlaunaður með því að vera valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar.

Hann var á bekknum í lokaumferðinni er Dortmund kastaði frá sér titlinum en margir furðuðu sig á því að hann hafi ekki spilað leikinn.

Bellingham hefur verið að glíma við meiðsli á hné og því gat hann ekki spilað en óttast er að hann þurfi að fara í aðgerð.

Gert er ráðið fyrir því að leikmaðurinn dragi sig úr hópnum áður en hann kemur saman á St. George æfingasvæðinu um helgina.

Englendingurinn er á leið til Real Madrid á Spáni en spænska félagið vill ganga frá kaupunum á næstu dögunum en hann mun kosta félagið í kringum 150 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner