Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   mið 29. maí 2024 12:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Dóms að vænta í kynferðisbrotamáli Kolbeins
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóms er að vænta í kynferðisbrotamáli Kolbeins Sigþórssonar á mánudag. Héraðsdómur var fjölskipaður en það er undantekning í málum eins og þessum. Þetta kom fram í útvarpsfréttum RÚV.

Dómurinn var skipaður tveimur embættisdómurum og sálfræðingi. Kolbeinn kom ekki sjálfur fyrir dóminn heldur gaf skýrslu gegnum fjarfundabúnað.

Í upphafi mánaðarins var greint frá því að Kolbeinn hefði verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Brotið er í ákæru sagt hafa átt sér stað í júní fyrir tveimur árum. Kolbeinn neitar sök.

Málið var þingfest í lok janúar í Héraðsdómi Reykjaness. Móðir stúlkunnar krefst þess að Kolbeinn verði dæmdur til að greiða dóttur hennar þrjár milljónir í miskabætur.

Kolbeinn var fyrir þremur árum sakaður um ofbeldisbrot gegn tveimur konum sem áttu sér stað á skemmtistað árið 2017. Þær drógu kæru sína á hendur Kolbeini til baka eftir að hann greiddi þeim samtals þrjár milljónir í sáttagreiðslu og þrjár milljónir til Stígamóta.

Kolbeinn var um tíma markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins en lék sinn síðasta leik á ferlinum í ágúst árið 2021. Þá var hann leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner