Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. ágúst 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 18. umferð - Hún er í allt öðrum gír
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistari á síðasta tímabili.
Íslands- og bikarmeistari á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásdís Karen Halldórsdóttir er sterkasti leikmaður 18. umferðar í Bestu deild kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Ásdís átti hörkuleik þegar Valur vann 4-1 sigur á Keflavík á Hlíðarenda.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 18. umferðar - Er komin í landsliðsklassa

„Var gjörsamlega geggjuð á hægri kantinum í dag. Leggur upp eitt og skorar eitt og hætti aldrei að ógna. Ein af þeim sem var ekki tekin út af í lokin en hún er einn besti leikmaður Vals, það er ljóst. Fannst hún líka getað skorað fleiri mörk ef eitthvað er. Fékk gott færi í fyrri hálfleik sérstaklega, ef mér skjátlast ekki," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Þetta er í annað sinn í sumar þar sem Ásdís Karen er valin leikmaður umferðarinnar, en það var rætt um það í Heimavellinum að þessi öflugi leikmaður hefði verið að stíga meira upp að undanförnu.

„Hún er búin að taka þetta upp um nokkra gíra," sagði undirritaður í Heimavellinum sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. „Hún er í allt öðrum gír," sagði Mist Rúnarsdóttir.

Valur hefur stungið af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og eru mikilvægir leikir framundan í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þá er gott að hafa Ásdísi Karen, einn besta leikmann liðsins, í sem bestum gír.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
16. umferð - Monica Wilhelm (Tindastóll)
17. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Heimavöllurinn: Uppgjör á seinni hálfleik í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner