Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 22. ágúst 2023 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 17. umferð - Búinn að teikna það trilljón sinnum upp
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í leik gegn Þrótti í sumar.
Í leik gegn Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir er sterkasti leikmaður 17. umferðar Bestu deildar kvenna eftir að hafa spilað afar vel í 0-3 sigri Vals gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 17. umferðar - Valur stingur af og lífsnauðsynleg stig hjá Keflavík

„Arna var geggjuð í dag, varnar sem sóknarlega. Hún skoraði eitt í liði sem hélt hreinu; frábær leikur hjá henni," skrifaði Daníel Darri Arnarsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Það var rætt aðeins um leikinn í Heimavellinum.

„Donni (þjálfari Tindastóls) hefur verið ógeðslega pirraður, búinn að teikna trilljón sinnum upp hvernig Arna Sif myndi koma inn á teiginn," sagði Mist Rúnarsdóttir í þættinum.

„Þetta var klassískt Örnu Sifjar mark, úr horni," sagði Alexandra Bía Sumarliðadóttir en það er sterk fyrir framhaldið hjá Val að Arna Sif sé að skora eftir föst leikatriði. „Hún hefur átt þetta inni," sagði Mist.

Valur hefur verið á góðu skriði og er núna að stinga af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er með fimm stiga forskot á Breiðablik sem er í öðru sæti deildarinnar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
16. umferð - Monica Wilhelm (Tindastóll)


Heimavöllurinn: Viva España, markabölvun og stjarnvísindi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner