Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fös 18. ágúst 2023 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 16. umferð - Markverðir elska Laugardalinn
Monica Wilhelm (Tindastóll)
Monica Wilhelm, markvörður Tindastóls.
Monica Wilhelm, markvörður Tindastóls.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tindastóll fagnar marki gegn Þrótti.
Tindastóll fagnar marki gegn Þrótti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aðra umferðina í röð er leikmaður umferðarinnar í Bestu deild kvenna markvörður útiliðs í Laugardalnum. Monica Wilhelm, markvörður Tindastóls, átti stórleik þegar Stólarnir unnu 0-2 útisigur gegn Þrótti.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 16. umferðar - Skórnir komu af hillunni

„Þetta var eitt auðveldasta val sumarsins. Hvað er hægt að segja meira um hennar frammistöðu í dag? Gjörsamlega geggjuð í dag," skrifaði Sölvi Haraldsson um Monicu í skýrslu sinni frá leiknum.

„Varði auðvitað þetta víti sem Þróttur fær til þess að jafna en fyrir utan það var hún bara stanslaust að verja skot. Uppáhalds varslan mín var þegar hún varði frá Milkennu á 57. mínútu. Tindastóll var í nauðvörn nánast allan leikinn og þegar þær fengu skot á sig var Monica bara alltaf að fara að verja það, sturluð. Líklega besta markmansframmistaða sem ég hef séð í sumar."

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, orðin þreyttur á því að markverðir séu að eiga sína bestu leiki gegn Þrótti.

„Ég bara veit ekki hvað ég hef gert markmönnum í þessari deild," sagði Nik.

Monica kom frá Tindastóli úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum fyrir þetta tímabil. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að sumarið á Íslandi væri besta lífsreynsla ævi sinnar. „Þetta er draum­ur. Ég gæti ekki beðið um betra fyrsta ár sem at­vinnumaður. Þetta lið er fjöl­skyld­an mín. Þetta er besta lífs­reynsla ævi minn­ar. Við þurf­um að keyra lengra en önn­ur lið, en við verðum betri hóp­ur fyr­ir vikið. Þetta er búið að vera æðis­legt."

Tindastóll kom sér fjórum stigum frá fallsvæðinu með sigrinum en það væri mikið afrek fyrir liðið að halda sér uppi.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
12. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
13. umferð - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
14. umferð - Katie Cousins (Þróttur R)
15. umferð - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
Heimavöllurinn: Rólegur kúreki, danskir dagar og stjörnur í augum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner