Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 29. september 2020 18:34
Sverrir Örn Einarsson
Helgi: Þeir refsuðu okkur grimmilega
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í annað sinn á 17 dögum þurfti ÍBV að sætta sig við 3-1 tap gegn toppliði Keflavíkur í Lengjudeildinni er liðin mættust á Nettóvellinum í dag. Tapið gerir því sem næst út um tölfræðilega möguleika ÍBV á því að vinna sér sæti í Pepsi Max að ári en 9 stig skilja þá að frá liði Fram sem sitja í öðru sæti deildariinar þegar 3 umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Við vorum að spila ágætlega á köflum og vorum að skapa okkur fín færi en þeir refsuðu okkur grimmilega og þar við sat. Hundfúlt því menn voru að leggja mikið í þetta.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV við fréttaritara að leik loknum.

Eyjamenn voru betri aðilinn framan af í leiknum og stjórnuðu flæði leiksins í fyrri hálfleik ásamt því að skapa sér ágæt færi. Lukkan var þó ekki á bandi gestanna í dag.

„Það er meiri lukka hjá liðum sem gengur vel en engu að síður ætluðum við að koma hingað og sýna okkar rétta andlit. Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Svo fyrstu 10 í seinni hálfleik fórum við með þetta og þá var á brattann að sækja,“

Möguleikar ÍBV á sæti í Pepsi Max að ári eru líkt og áður segir að engu orðnir. Hver eru markmið ÍBV fram að mótslokum?

„Við erum ÍBV og förum í hvern leik til þess að vinna. Við eigum eftir 3 leiki í deildinni og svo eru undanúrslit í bikar við eigum bara að halda áfram og ekki láta þetta hafa of mikil áhrif á okkur þó við séum hundfúlir í dag.“

Sagði Helgi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner