Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   þri 29. september 2020 18:34
Sverrir Örn Einarsson
Helgi: Þeir refsuðu okkur grimmilega
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í annað sinn á 17 dögum þurfti ÍBV að sætta sig við 3-1 tap gegn toppliði Keflavíkur í Lengjudeildinni er liðin mættust á Nettóvellinum í dag. Tapið gerir því sem næst út um tölfræðilega möguleika ÍBV á því að vinna sér sæti í Pepsi Max að ári en 9 stig skilja þá að frá liði Fram sem sitja í öðru sæti deildariinar þegar 3 umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Við vorum að spila ágætlega á köflum og vorum að skapa okkur fín færi en þeir refsuðu okkur grimmilega og þar við sat. Hundfúlt því menn voru að leggja mikið í þetta.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV við fréttaritara að leik loknum.

Eyjamenn voru betri aðilinn framan af í leiknum og stjórnuðu flæði leiksins í fyrri hálfleik ásamt því að skapa sér ágæt færi. Lukkan var þó ekki á bandi gestanna í dag.

„Það er meiri lukka hjá liðum sem gengur vel en engu að síður ætluðum við að koma hingað og sýna okkar rétta andlit. Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Svo fyrstu 10 í seinni hálfleik fórum við með þetta og þá var á brattann að sækja,“

Möguleikar ÍBV á sæti í Pepsi Max að ári eru líkt og áður segir að engu orðnir. Hver eru markmið ÍBV fram að mótslokum?

„Við erum ÍBV og förum í hvern leik til þess að vinna. Við eigum eftir 3 leiki í deildinni og svo eru undanúrslit í bikar við eigum bara að halda áfram og ekki láta þetta hafa of mikil áhrif á okkur þó við séum hundfúlir í dag.“

Sagði Helgi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner