Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   þri 29. september 2020 18:34
Sverrir Örn Einarsson
Helgi: Þeir refsuðu okkur grimmilega
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í annað sinn á 17 dögum þurfti ÍBV að sætta sig við 3-1 tap gegn toppliði Keflavíkur í Lengjudeildinni er liðin mættust á Nettóvellinum í dag. Tapið gerir því sem næst út um tölfræðilega möguleika ÍBV á því að vinna sér sæti í Pepsi Max að ári en 9 stig skilja þá að frá liði Fram sem sitja í öðru sæti deildariinar þegar 3 umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Við vorum að spila ágætlega á köflum og vorum að skapa okkur fín færi en þeir refsuðu okkur grimmilega og þar við sat. Hundfúlt því menn voru að leggja mikið í þetta.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV við fréttaritara að leik loknum.

Eyjamenn voru betri aðilinn framan af í leiknum og stjórnuðu flæði leiksins í fyrri hálfleik ásamt því að skapa sér ágæt færi. Lukkan var þó ekki á bandi gestanna í dag.

„Það er meiri lukka hjá liðum sem gengur vel en engu að síður ætluðum við að koma hingað og sýna okkar rétta andlit. Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Svo fyrstu 10 í seinni hálfleik fórum við með þetta og þá var á brattann að sækja,“

Möguleikar ÍBV á sæti í Pepsi Max að ári eru líkt og áður segir að engu orðnir. Hver eru markmið ÍBV fram að mótslokum?

„Við erum ÍBV og förum í hvern leik til þess að vinna. Við eigum eftir 3 leiki í deildinni og svo eru undanúrslit í bikar við eigum bara að halda áfram og ekki láta þetta hafa of mikil áhrif á okkur þó við séum hundfúlir í dag.“

Sagði Helgi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir