Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Reus segir að Sancho verði áfram hjá Dortmund út tímabilið
Mynd: Getty Images
Framherjinn öflugi Marco Reus, sem er fyrirliði Borussia Dortmund, telur öruggt að Jadon Sancho verði samherji sinn út tímabilið hið minnsta þrátt fyrir tilraunir Manchester United til að festa kaup á ungstirninu.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Sancho undanfarna mánuði og virðist allt benda til þess að hann verði áfram hjá Dortmund þar til næsta sumar.

„Það er mjög gott fyrir okkur að halda honum í eitt ár í viðbót því hann skorar og leggur mikið upp. Hann er mjög mikilvægur partur af liðinu," sagði Reus.

„Við munum sjá hvort honum takist að verða jafn stór og Messi eða Ronaldo. Hann er með mikið sjálfstraust og gæði en þarf tíma og reynslu. Það mikilvægasta er hvernig hann mun höndla það þegar illa gengur."
Athugasemdir
banner
banner
banner