Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. september 2023 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Planið var eitt ár en þau eru orðin átta - Skemmtilegra en að spila í dönsku 1. deildinni
Átta ár, átta titlar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, ræddi við bold.dk í Danmörku eftir að hann vinn sinn áttunda titil á Íslandi. Víkingur varð Íslandsmeistari síðasta sunnudag. Nikolaj skoraði svo sigurmarkið í 2-1 endurkomusigri gegn FH í gærkvöldi. Nikolaj er þrítugur danskur framherji sem kom til Íslands árið 2016 og gekk í raðir Vals.

Hann gekk í raðir Víkings í sumarglugganum 2017 og hefur verið hjá félaginu síðan. Hann hefur skorað 45 mörk í efstu deild og er markahæsti leikmaður félagsins ef horft er í mörk skoruð í efstu deild.

Í viðtalinu kemur fram að planið hafi ekki verið að dvelja þetta lengi á Íslandi.

„Við höfum bara verið með yfirburði ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við spilum frábæran sóknarfótbolta og við vitum að við munum skora mörk, þannig á þessu tímabili höfum við einbeitt okkur að því að verða sterkari varnarlega. Strúktúrinn á liðinu hefur verið betri, við höfum verið með sama hópinn og í honum eru ungir hungraðir leikmenn í bland við reynslumikla leikmenn," sagði Nikolaj.

„Ég henta leikstílnum vel og öll mörkin sem ég skora koma úr vítateignum. Ég er ekki í því að skjóta af 25 metra færi og smella boltanum í hornið. Það er öllu liðinu að þakka að ég fæ svona mörg færi."

Nikolaj segist hafa kom til Íslands til að breyta um andrúmsloft. Markmiðið var að komast svo annað ári síðar.

„Ég kom hingað til að fá ný augu á mig. Eftir nokkur ár í 1. deildinni og tímabil í FC Vestsjælland í Superliga þurfti ég að prófa eitthvað nýtt. Vestsjælland endaði með því að verða gjaldþrota og mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Planið var að fara til Íslands í eitt ár, eiga gott tímabil og halda svo áfram."

En sér hann fyrir sér að fara frá Íslandi?

„Ef það kemur eitthvað spennandi, en ég hef það fínt hérna uppi. Ég er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Víkings þannig að nú eltist ég við að verða markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar."

„Það er skemmtilegra að spila um meistaratitilinn og spila í Evrópu en að spila sem dæmi í 1. deildinni í Danmörku. Sá áhugi sem hefur verið á mér hefur verið frá félögum í 1. deildinni. Ég vil frekar spila um meistaratitla hér og spila skemmtilega leiki í Evrópu."

„Og svo er einfaldlega geðveikt falleg náttúra hérna. Ég elska að vinna titla, maður þreytist aldrei á því. Því fylgja Evrópuleikir sem er gulrót á ári hverju."

„Planið er að fara til Danmerkur á næstu árum svo dóttir mín fái líka að upplifa eitthvað af dönsku menningunni og komist nær fjölskyldunni minni,"
sagði Nikolaj að lokum.

Hann hefur skorað 69 mörk í 177 leikjum með Víkingi í öllum keppnum. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari.

Hér að neðan má sjá viðtal við Nikolaj eftir leikinn gegn FH í gær.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 25. umferðar - Þrjár ógnvekjandi níur
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Athugasemdir
banner
banner