Þrátt fyrir að mikið sé um fréttir af Ruben Amorim, þá eru allar líkur á því að Ruud van Nistelrooy stýri Manchester United gegn Leicester á morgun.
Man Utd spilar við Leicester í deildabikarnum á morgun, miðvikudag.
Man Utd spilar við Leicester í deildabikarnum á morgun, miðvikudag.
United er í viðræðum við portúgalska stjórann Ruben Amorim og vonast til að klára þær viðræður sem fyrst.
Amorim er þessa stundina samningsbundinn Sporting í Portúgal en hans menn eiga leik í kvöld gegn Nacional í deildabikarnum.
„Það er því hægt að ímynda sér að það fari allt á ferðina eftir það," segir Simon Stone, fréttamaður BBC en mögulegt er að Amorim verði með stjórnartaumana gegn Chelsea um næstu helgi.
Athugasemdir