Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. nóvember 2021 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Ballon d'Or: Donnarumma hreppti Yashin-verðlaunin
Gianluigi Donnarumma með verðlaunin í kvöld
Gianluigi Donnarumma með verðlaunin í kvöld
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er besti markvörður ársins en hann hafði betur gegn Edouard Mendy um Lev Yashin-verðlaunin í París í kvöld.

Franska tímaritið, France Football, stóð fyrir viðburðarríkri verðlaunahátíð í París þar sem Lionel Messi hlaut meðal annars gullknöttinn í sjöunda sinn.

Yashin-verðlaunin eru svo veitt þeim markverði sem stóð sig best en þau eru skírð í höfuðið á Lev Yashin sem er fyrsti og eini markvörðurinn til að vinna gullknöttinn.

Baráttan stóð á milli Donnarumma og Mendy. Donnarumma kom Milan í Meistaradeildina og var valinn besti leikmaður Evrópumótsins er Ítalía vann mótið í sumar. Mendy vann á meðan Meistaradeild Evrópu með Chelsea.

Donnarumma hreppti verðlaunin. Mendy var í öðru og Jan Oblak í þriðja.
Athugasemdir
banner
banner