Manchester United hefur verið í brasi í Meistaradeildinni í ár en liðið er á botni A riðils þegar tvær umferðir eru eftir.
Liðið heimsækir Galatasaray klukkan 17:45 í kvöld og getur komist upp í 2. sætið með sigri. Bayern er komið áfram en liðið fær Orra Stein og félaga í FCK í heimsókn. Tapi United er ljóst að liðið er úr leik í Meistaradeildinni.
FCK er í 2. sæti með 4. stig eins og Galatasaray en Man Utd á botninum með 3 stig.
Arsenal getur komist áfram með sigri á Lens og PSV getur farið langt með að tryggja sig áfram með sigri á Sevilla sem berst við að halda sæti sínu í Evrópukeppnum. Arsenal er á toppnum með 9 stig, PSV og Lens með 5 stig en Sevilla á botninum með 2 stig. PSV og Arsenal mætast í lokaumferðinni.
Real Madrid er komið áfram í C riðli en Napoli tryggir sér sæti með góðum úrslitum á Spáni ef Braga misstígur sig gegn Union Berlin.
Það er ljóst að Real Sociedad og Inter eru komin áfram upp úr D riðli en Salzburg og Benfica berjast um sæti í Evrópudeildinni. Salzburg er í 3. sæti með 3 stig en Benfica á botninum án stiga.
Meistaradeild A-riðill
17:45 Galatasaray - Man Utd
20:00 Bayern - FCK
Meistaradeild B-riðill
17:45 Sevilla - PSV
20:00 Arsenal - Lens
Meistaradeild C-riðill
20:00 Real Madrid - Napoli
20:00 Braga - Union Berlin
Meistaradeild D-riðill
20:00 Benfica - Inter
20:00 Real Sociedad - Salzburg