Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 29. nóvember 2025 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Newcastle með öruggan sigur á Everton
Nick Woltemade
Nick Woltemade
Mynd: EPA
Malick Thiaw
Malick Thiaw
Mynd: EPA
Everton 1 - 4 Newcastle
0-1 Malick Thiaw ('1 )
0-2 Lewis Miley ('25 )
0-3 Nick Woltemade ('45 )
0-4 Malick Thiaw ('58 )
1-4 Kiernan Dewsbury-Hall ('69 )

Newcastle var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik þegar liðið fór illa með Everton.

Þýski miðvörðurinn Malick Thiaw hóf þetta allt saman eftir 52 sekúndur þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Lewis Miley.

Þetta er fljótasta mark tímabilsins til þessa en hann gerði betur en Phil Foden sem skoraði eftir 59 sekúndur í dramatískum sigri Man City gegn Leeds fyrr í dag.

MIley bætti öðru markinu við eftir mikinn atgang inn á teig Everton. Hann átti skot sem fór beint á Pickford en hann leit ansi illa út og boltinn fór framhjá honum.

Newcastle var ekki búið að segja sitt síðasta í fyrri hálfleik. Nick Woltemade bætti þriðja markinu við þegar hann vippaði boltanum snyrtilega yfir Jordan Pickford.

Iliman Ndiaye átti fyrsta skot Everton á markið snemma í seinni hálfleik en Aaron Ramsdale, sem fékk tækifæri í marki Newcastle, varði frá honum.

Stuttu síðar gerði Thiaw svo gott sem út um leikinn þegar hann skoraði sitt annað mark og fjórða mark Newcastle.

Thierno Barry virtist vera klóra í bakkann fyrir Everton en hann fékk boltann í höndina áður en hann skoraði og markið réttilega dæmt af. Stuttu síðar tókst Kieran Dewsbury-Hall að klóra í bakkann en nær komust þeir ekki.

Newcastle er í 11. sæti með 18 stig eftir 13 umferðir en Everton er í 14. sæti, einng með 18 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner