mið 29. desember 2021 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Magg í formanninn? - „Allmargir komið að máli við mig"
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Valtýr Björn Valtýsson, þáttarstjórnandi Mín Skoðun hlaðvarpsþáttarins, sagði í þætti gærdagsins að hann hefði heyrt af því að Páll Magnússon ætli sér bjóða sig fram til formanns KSÍ.

Kosið verður á ársþingi sambandsins í febrúar. Vanda Sigurðardóttir er sitjandi formaður eftir að hafa tekið við af Guðna Bergssyni í haust. Ársþingið fer fram að Ásvöllum þann 26. febrúar á komandi ári.

Páll, sem er Eyjamaður og stuðningsmaður ÍBV, er fyrrum alþingismaður og útvarpsstjóri. „Hann er víst að hugsa málið," sagði Valtýr.

Fótbolti.net heyrði í Páli í dag og spurði hann út í málið.

„Þetta er gamla sagan en ég get staðfest að það hafa allmargir komið að máli við mig um þetta mál," sagði Páll léttur í bragði.

„En ég hef sjálfur ekki tekið neina afstöðu eða ákvörðun í málinu. Það liggur ekkert fyrir um það hvort verður af þessu eða ekki," bætti Páll við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner