Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. mars 2023 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Unnu eftir að hafa lent þremur mörkum undir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Vængir Júpíters 4 - 4 KH 5-6 í vítaspyrnukeppni
1-0 Markaskorara vantar ('19)
1-1 Markaskorara vantar ('30)
2-1 Markaskorara vantar ('38)
3-1 Markaskorara vantar ('40)
4-1 Markaskorara vantar ('41)
4-2 Markaskorara vantar ('54)
4-3 Markaskorara vantar ('67)
4-4 Markaskorara vantar ('75)


Það fór einn leikur fram í Mjólkurbikar karla í kvöld og úr varð mögnuð skemmtun þegar Vængir Júpíters tóku á móti KH í fyrstu umferð keppninnar.

Vængirnir tóku forystuna í fyrri hálfleik en gestirnir af Hlíðarenda jöfnuðu á 30. mínútu. Undir lok hálfleiksins áttu heimamenn magnaðan kafla þar sem þeim tókst að skora þrjú mörk á fjórum mínútum. Staðan var því orðin 4-1 í leikhlé og útlitið ansi bjart fyrir Vængi Júpíters.

Gestirnir úr 105 voru þó ekki á því að gefast upp og hófu þeir endurkomuna með marki á 54. mínútu og skoruðu svo á um það bil tíu mínútna fresti til að jafna viðureignina og knýja fram vítaspyrnukeppni.

Í vítakeppninni var skorað úr fyrstu ellefu spyrnunum þar til Vængir Júpíters klúðruðu þeirri tólftu og töpuðu þar með í bráðabana.

Upplýsingar um markaskorara hafa ekki borist.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner