Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   lau 30. apríl 2016 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 7. sæti
Fram er spáð 7. sætinu.
Fram er spáð 7. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingiberg Ólafur Jónsson.
Ingiberg Ólafur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði Áki Þorláksson.
Indriði Áki Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Atli er kominn í Fram á nýjan leik.
Hlynur Atli er kominn í Fram á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fram 119 stig
8. Haukar 117 stig
9. Leiknir F. 73 stig
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

7. Fram
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 1. deild

Framarar féllu úr Pepsi-deildinni árið 2013 og eftir miklar breytingar á liðinu endaði það í 9. sæti í 1. deildinni í fyrra. Breytingarnar hafa orðið ennþá fleiri í vetur á leikmannahópnum, Ásmundur Arnarsson er tekinn við sem þjálfari og Framarar leika á ný á Laugardalsvelli í sumar eftir að hafa spilað í Úlfarsárdal í fyrra.

Þjálfarinn: Ásmundur Arnarsson tók við Fram af Pétri Péturssyni eftir síðasta tímabil. Síðasta sumar var nokkuð furðulegt hjá Ásmundi þar sem hann stýrði tveimur liðum í Pepsi-deildinni. Ásmundur hóf tímabilið sem þjálfari Fylkis en eftir að hafa verið rekinn þaðan tók hann við ÍBV. Ásmundur hefur einnig þjálfað Fjölni og Völsung á löngum þjálfaraferli sínum.

Styrkleikar: Þrír Króatar komu til Fram á dögunum og þeir eiga allir að vera í stóru hlutverki í sumar. Auk Króatanna hafa þónokkuð margir leikmenn í hópnum reynslu af Pepsi-deildinni og spennandi verður að sjá hvernig þeir koma út í bláu treyjunni. Framarar hafa fína breidd í sóknarlínunni og marga leikmenn sem geta skorað mörkin í sumar.

Veikleikar: Ótrúlegar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Framara í vetur og komnir/farnir listinn myndi nánast duga í heila bók. 17 leikmenn eru komnir og 14 hafa horfið á braut. Enginn stöðugleiki hefur verið í leikmannahópi Fram undanfarin ár og það gæti tekið upp tíma að byggja upp nýtt lið enn á ný. Liðið var ekki sannfærandi á undirbúningstímabilinu og endaði á botninum í sínum riðli í Lengjubikarnum.

Lykilmenn: Hlynur Atli Magnússon, Ingólfur Sigurðsson, Stefano Layeni.

Gaman að fylgjast með: Hvernig Ásmundi tekst að mynda nýtt lið hjá Fram. 26 leikmenn spiluðu með liðinu í fimm leikjum í Lengjubikarnum og síðan þá hafa sex nýir bæst í hópinn.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Arnar Sveinn Geirsson frá Víkingi Ó.
Atli Fannar Jónsson frá Víkingi R.
Brynjar Kristmundsson frá Víkingi Ó.
Dino Gavric frá Króatíu
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Breiðabliki á láni
Hafþór Þrastarson frá Fjarðabyggð
Haukur Lárusson frá Fjölni
Hilmar Þór Hilmarsson frá Val
Hlynur Atli Magnússon frá Noregi
Ingólfur Sigurðsson frá Víkingi Ó.
Ivan Bubalo frá Króatíu
Ivan Parlov frá Króatíu
Kristófer Jacobson Reyes frá Víkingi Ó.
Ósvald Jarl Traustason frá Breiðabliki á láni
Sigurður Hrannar Björnsson frá Víkingi R. á láni
Sigurpáll Melberg Pálsson frá Víkingi R.
Stefano Layeni frá Leikni F.

Farnir:
Alexander Aron Davorsson í Aftureldingu
Alexander Már Þorláksson í Hött
Cody Nobles Mizell
Davíð Einarsson í Fylki (Var á láni)
Einar Már Þórisson í KV
Ernir Bjarnason í Breiðablik (Var á láni)
Eyþór Helgi Birgisson
Gunnar Helgi Steindórsson
Hrannar Einarsson í Hamar
Magnús Már Lúðvíksson hættur
Ómar Friðriksson í Víking R. (Var á láni)
Sebastien Uchechukwu Ibeagha
Sigurður Gísli Snorrason í FH (Var á láni)
Tryggvi Sveinn Bjarnason

Fyrstu leikir Fram:
7. maí KA - Fram
14. maí Þór - Fram
20. maí Fram - Haukar
Athugasemdir
banner
banner