Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. maí 2023 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eldræða Freysa eftir sigurinn mikilvæga - Gáfu upp rangar upplýsingar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Sævar Atli og Kolbeinn Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby í gær. Alfreð Finnbogason tók út leikbann.
Sævar Atli og Kolbeinn Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby í gær. Alfreð Finnbogason tók út leikbann.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lyngby vann í gær frábæran 2-1 heimasigur gegn Álaborg í fallbaráttunni í dönsku Superliga. Sigurinn þýðir að Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Fyrir lokaumferðina eru Álaborg, Lyngby og Horsens öll jöfn með 27 stig. Álaborg er hins vegar með bestu markatöluna og því í síðasta örugga sætinu sem stendur. Í lokaumferðinni heimsækir Lyngby Horsens og Álaborg tekur á móti Silkeborg. Lokaumferðin fer fram á laugardaginn og fara allir leikirnir í neðri hlutanum fram á sama tíma; 12:00 hefjast leikar.

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, viðurkenndi að hann var stressaður þegar Álaborg var að þjarma að Lyngby í gær.

„Púlsinn var hár og mér leið pínu illa líkamlega, gat ekki alveg stjórnað því sem var að gerast. En sem betur fer þá vorum við vel undirbúnir, bæði líkamlega og taktísktlega. Ég sagði einu sinni að það væru 65% möguleiki (á að halda sér uppi) og það er það ennþá. Pressan er á Aab (Álaborg) og hefur verið í langan tíma. Það er ástæðan fyrir því að AaB spilaði ekki nógu vel. Þetta eru hæfileikaríkir leikmen, en þeir voru stressaðir og ég skil það," sagði Freysi eftir leikinn.

Reyndi að fá upplýsingar um byrjunarlið Lyngby
Freysi sagði þá að AaB hefði reynt að fá upplýsingar um byrjunalið Lyngby fyrir leikinn.

„Þeir eru stórt félag sem fjárfesti mikið í síðasta glugga. Þeir voru stressaðir, við fundum fyrir því og við högnuðumst á því. Ég heyrði af því að fólk hefði verið að fylgjast með æfingunum okkar. Kasper Jörgensen (sem fór frá Lyngby til AaB í glugganum) hafði einnig reynt að fá upplýsingar um byrjunarliðið. Það gaf okkur aukaorku."

„Ég ætla ekki að segja hvern hann ræddi við fyrir leik en sá sem hann ræddi við gaf upp kolrangar upplýsingar,"
sagði Freyr léttur.

Gerum þetta helvítis kraftaverk
Í morgun birti Twitter reikningur Lyngby myndband úr klefanum hjá Lyngby eftir leik. Freysi tók létta eldræðu.

„Fyrri hálfleikur stórkostlegur, enn 1-1. Svo náðum við að skora snemma og fokking hörkuðum út. Mér er alveg drullusama um síðustu 35 mínúturnar, við hörkuðum þetta út og við náðum í þessi þrjú stig. Við förum til Horsens og gerum þetta helvítis kraftaverk! Vel gert!" sagði Freysi sáttur.


Athugasemdir
banner