Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 30. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Svona er fótboltinn stundum
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já þetta var svekkjandi en svona er fótboltinn stundum. Við getum verið svekktir í kvöld en svo höldum við bara áfram að elta þá." Sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Frammistaðan var mjög góð. Getum verið sáttir með hana. Mér fannst við vera bara betri en þeir, sterkari og hraðari en þeir. Við hlutum meira og vorum sterkari í baráttunni þannig þetta var pínu svekkjandi en við höldum áfram."

Bæði lið spiluðu frekar taktískan bolta en það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna oft á tíðum til að opna leikinn upp.

„Já ég er sammála. Mér leið svona þegar það var komið þetta langt í leikinn að liðið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna leikinn. Mér fannst við kannski geta verið aðeins beittari fram á við og skjóta oftar á markið en það kemur bara." 

Breiðablik fékk á sig jöfnunarmark á 92.mínútu leiksins og var það virkilega svekkjandi fyrir heimamenn.

„Já það var svekkjandi. Hvort að Anton átti að verja þetta eða ekki skiptir ekki máli núna. Við höldum bara áfram. Við gerum mistök saman og vinnum saman." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner