Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 30. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Svona er fótboltinn stundum
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já þetta var svekkjandi en svona er fótboltinn stundum. Við getum verið svekktir í kvöld en svo höldum við bara áfram að elta þá." Sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Frammistaðan var mjög góð. Getum verið sáttir með hana. Mér fannst við vera bara betri en þeir, sterkari og hraðari en þeir. Við hlutum meira og vorum sterkari í baráttunni þannig þetta var pínu svekkjandi en við höldum áfram."

Bæði lið spiluðu frekar taktískan bolta en það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna oft á tíðum til að opna leikinn upp.

„Já ég er sammála. Mér leið svona þegar það var komið þetta langt í leikinn að liðið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna leikinn. Mér fannst við kannski geta verið aðeins beittari fram á við og skjóta oftar á markið en það kemur bara." 

Breiðablik fékk á sig jöfnunarmark á 92.mínútu leiksins og var það virkilega svekkjandi fyrir heimamenn.

„Já það var svekkjandi. Hvort að Anton átti að verja þetta eða ekki skiptir ekki máli núna. Við höldum bara áfram. Við gerum mistök saman og vinnum saman." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner