Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Víkingur R.
„Já þetta var svekkjandi en svona er fótboltinn stundum. Við getum verið svekktir í kvöld en svo höldum við bara áfram að elta þá." Sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
„Frammistaðan var mjög góð. Getum verið sáttir með hana. Mér fannst við vera bara betri en þeir, sterkari og hraðari en þeir. Við hlutum meira og vorum sterkari í baráttunni þannig þetta var pínu svekkjandi en við höldum áfram."
Bæði lið spiluðu frekar taktískan bolta en það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna oft á tíðum til að opna leikinn upp.
„Já ég er sammála. Mér leið svona þegar það var komið þetta langt í leikinn að liðið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna leikinn. Mér fannst við kannski geta verið aðeins beittari fram á við og skjóta oftar á markið en það kemur bara."
Breiðablik fékk á sig jöfnunarmark á 92.mínútu leiksins og var það virkilega svekkjandi fyrir heimamenn.
„Já það var svekkjandi. Hvort að Anton átti að verja þetta eða ekki skiptir ekki máli núna. Við höldum bara áfram. Við gerum mistök saman og vinnum saman."
Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |