Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fim 30. maí 2024 23:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Svona er fótboltinn stundum
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já þetta var svekkjandi en svona er fótboltinn stundum. Við getum verið svekktir í kvöld en svo höldum við bara áfram að elta þá." Sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Frammistaðan var mjög góð. Getum verið sáttir með hana. Mér fannst við vera bara betri en þeir, sterkari og hraðari en þeir. Við hlutum meira og vorum sterkari í baráttunni þannig þetta var pínu svekkjandi en við höldum áfram."

Bæði lið spiluðu frekar taktískan bolta en það vantaði örlítið upp á síðustu sendinguna oft á tíðum til að opna leikinn upp.

„Já ég er sammála. Mér leið svona þegar það var komið þetta langt í leikinn að liðið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna leikinn. Mér fannst við kannski geta verið aðeins beittari fram á við og skjóta oftar á markið en það kemur bara." 

Breiðablik fékk á sig jöfnunarmark á 92.mínútu leiksins og var það virkilega svekkjandi fyrir heimamenn.

„Já það var svekkjandi. Hvort að Anton átti að verja þetta eða ekki skiptir ekki máli núna. Við höldum bara áfram. Við gerum mistök saman og vinnum saman." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner