þri 30. júní 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Joe Hart: Þarf einhvern sem hefur trú á mér
Mynd: Getty Images
Joe Hart, fyrrum markvörður enska landsliðsins, verður samningslaus á miðnætti en samningur hans hjá Burnley rennur þá út.

Hinn 33 ára gamli Hart hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann missti sæti sitt sem aðalmarkvörður Manchester City árið 2016. Hann er þó hvergi smeykur og vonast til að finna gott félag í sumar.

„Þegar fólk horfir utan frá þá heldur fólk kannski að ég eigi að vera stressaður en þegar ég horfi á þetta þá horfi ég fram veginn og sé öll tækifærin," sagði Hart.

„Ég er ungur þegar miðað við markvörð. Ég er ennþá yngri miðað við andlegan aldur þegar kemur að manni sem vill bara fara í markið og láta negla á sig."

„Ég átta mig alveg á því að Real Madrid er ekki að fara að banka á dyrnar, henda [Thibaut] Courtois út og fá mig inn. En það er nóg eftir. Ég þarf bara einhvern sem hefur trú á mér og ég mun endurgjalda það traust."

Athugasemdir
banner
banner
banner