Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júlí 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus, Leipzig og Newcastle vilja Werner
Þetta hefur verið mikið stöngin út hjá Werner frá komunni til Chelsea.
Þetta hefur verið mikið stöngin út hjá Werner frá komunni til Chelsea.
Mynd: Getty Images

Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að þýski framherjinn Timo Werner er nokkuð eftirsóttur.


Werner fann aldrei taktinn hjá Chelsea og vill félagið losa sig við hann eftir tvö slök tímabil þar sem hann skoraði 23 mörk í 89 leikjum.

Werner var algjör markavél á tíma sínum hjá RB Leipzig og vill þýska félagið fá hann aftur til sín á lánssamningi með kaupmöguleika. Werner skoraði 95 mörk í 159 leikjum hjá Leipzig áður en hann skipti til Englands.

Ítalska stórveldið Juventus hefur einnig áhuga á Werner í sóknarlínuna sína og þá hefur Newcastle verið orðað við hann.

Romano segir að ekkert félag sé nálægt því að krækja í Werner sem stendur en þessi þrjú félög eru öll áhugasöm og gætu lagt fram formlegt tilboð á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner