Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. júlí 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Martin Ödegaard tekur við fyrirliðabandi Arsenal
Ödegaard hefur spilað 50 leiki á einu og hálfu ári hjá Arsenal.
Ödegaard hefur spilað 50 leiki á einu og hálfu ári hjá Arsenal.
Mynd: EPA

Arsenal hefur staðfest að Norðmaðurinn Martin Ödegaard er orðinn nýr fyrirliði félagsins eftir brottför Alexandre Lacazette á frjálsri sölu í sumar.


Ödegaard er 23 ára gamall og hefur haft gríðarlega mikil áhrif hjá Arsenal frá komu sinni frá Real Madrid.

Ödegaard, sem á 43 landsleiki fyrir Noreg þrátt fyrir ungan aldur, skoraði sjö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 36 leikjum á síðasta úrvalsdeildartímabili.

Mikel Arteta hefur miklar mætur á Ödegaard og tók hann þessa ákvörðun. Stjórn félagsins og leikmenn eru ánægðir að Ödegaard hafi verið valinn sem nýr fyrirliði.

Það voru ekki margir aðrir sem komu til greina í fyrirliðavalinu. Granit Xhaka fékk sitt tækifæri fyrir nokkrum árum en það endaði ekki vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner