Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 30. ágúst 2020 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi segir Barcelona að hann sé ekki lengur leikmaður félagsins
Messi langar að fara.
Messi langar að fara.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi vill fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa leikið með félaginu allan sinn feril.

Hann er búinn að fá nóg af stjórnarháttum félagsins og vill róa á önnur. Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester City.

Messi er staðráðinn í að fara og ætlar ekki að mæta á liðsæfingu á morgun.

Fjölmiðlamaðurinn Marcelo Bechler, sem greindi manna fyrstur frá því fyrir nokkrum vikum að Messi vildi fara frá Katalóníu, segir að argentíski snillingurinn hafi tjáð Börsungum frá því að hann sé ekki lengur leikmaður félagsins.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barca, ætlar ekki að leyfa hinum 33 ára gamla Messi að fara. Hann er sagður vilja 700 milljónir evra fyrir argentínska snillinginn, sem á eitt ár eftir af samningi.

Messi vill meina að hann megi rifta samningi sínum, en fjölmiðlamaðurinn Alfredo Martinez segir að hann vilji ekki fara með málið fyrir dómstóla.


Athugasemdir
banner
banner