Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 30. ágúst 2023 22:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Flóki fékk jákvæð tíðindi í gær - Búinn með rúmt ár af tveggja ára ferli
Ég gef voða lítið fyrir einhver svona ummæli
Ég gef voða lítið fyrir einhver svona ummæli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég vonast til að ná einhverjum leikjum áður en mótið klárast
Ég vonast til að ná einhverjum leikjum áður en mótið klárast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er alveg rétt að tölfræðilega er þetta ekki gott tímabil
Það er alveg rétt að tölfræðilega er þetta ekki gott tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason varð fyrir því óláni að meiðast í leik KR gegn Fylki um liðna helgi og verður hann frá næstu vikurnar. Fyrstu fregnir voru þær að framherjinn yrði sennilega ekkert meira með á tímabilinu en nýjustu fregnir eru talsvert betri.

„Ég tognaði í skrefinu, var að hlaupa inn fyrir og tognaði framan á læri. Ég hef ekki lent í framan á læri meiðslum áður. Ég fékk að vita það í gær að þetta væri tognun, á ekki að vera neitt rosalega slæmt og ég ætti að vera klár eftir einhverjar vikur. Já, ég vonast til að ná einhverjum leikjum áður en mótið klárast," sagði Flóki við Fótbolta.net í dag.

Meiðslin tengjast fótbrotinu
Þetta eru ekki fyrstu meiðslin hjá Flóka undanfarin ár. Hann fótbrotnaði á síðasta ári og missti úr stóran hluta Íslandsmótsins.

Er hann mikið búinn að spá í meiðslunum sjálfur?

„Já, þetta tengist að einhverju leyti fótbrotinu í fyrra. Ég var lengi frá og missti mikinn vöðvamassa. Ég er með einhverjar plötur í löppinni og það hefur einhver smá áhrif."

„Ég veit ekki alveg hvort plöturnar verði fjarlægðar einhvern tímann, en það er möguleiki á því."

„Ég kom í lokin á síðasta tímabili, náði að spila einhverja leiki en fór svo beint í frí. Undirbúningstímabilið í ár var öðruvísi, ég hef ekki upplifað þetta áður að koma inn í undirbúningstímabil eftir að hafa verið nánast frá í heilt tímabil."

„Mér leið ágætlega á undirbúningstímabilinu, það komu upp einhver lítil meiðsli en ekkert alvarlegt. Það hefur ekki verið neitt alvarlegt í sumar þannig séð, hef misst af einhverjum nokkrum leikjum. Það er partur af því að ég sé að koma mér aftur í gang. Fyrir aðgerðina í fyrra talaði læknirinn um að þetta gæti orðið tveggja ára ferli að ná fyrri styrk."


Ég vinn fyrir Rúnar, ekki fyrir Albert Brynjar
Flóki hefur verið gagnrýndur fyrir sitt framlag til KR. Albert Brynjar talaði um það í Stúkunniframherjinn „skuldaði KR alveg helling". Albert er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt Flóka í ár.

Hvernig er að fá þessa gagnrýni þegar þetta hefur verið mikið stopp/start og þú að einhverju leyti hefur ekkert getað gert í því að spilatíminn hefur verið takmarkaður?

„Ég gef voða lítið fyrir einhver svona ummæli. Ég á gott samband við Rúnar Kristinsson. Ég er að vinna fyrir hann, ég er ekki að vinna fyrir Albert Brynjar."

„Það er alveg rétt að tölfræðilega er þetta ekki gott tímabil, en ég vinn þá vinnu sem mér er gefið að vinna og ég geri það eins vel og ég get."


Er ekkert sáttur með að geta ekki spilað alla leiki
Það hafa verið leikir þar sem það hefur komið á óvart að sjá Flóka á bekknum. Er hann búinn að vera sáttur við sitt hlutverk í sumar?

„Ég byrjaði tímabilið á bekknum þegar ég var að jafna mig á einhverjum smávægilegum meiðslum, Núna undanfarið, eftir önnur meiðsli, hef ég verið að koma inn á. Ég er ekkert sáttur með að geta ekki spilað alla leiki, það er það sem ég vil geta gert; að vera 100% klár í hvern einasta leik. Ég er ekki nákvæmlega með leikjafjöldann en þetta hefur komið í bylgjum," sagði Flóki.

Kristján Flóki er 28 ára og er uppalinn í FH. Hann gekk í raðir KR sumarið 2019 þegar hann kom frá Start í Noregi. Hann á að baki sex landsleiki og hefur á sínum ferli einnig spilað með unglingaliðum FCK í Danmörku og Brommapojkarna í Svíþjóð.

Samkvæmt Transfermarkt hefur hann spilað 93 leiki með KR í öllum keppnum, skorað 36 mörk og lagt upp átta. Á þessu tímabili hefur hann byrjað þrettán leiki í deild og bikar, komið níu sinnum inn á, skorað sex mörk og lagt upp eitt.
Athugasemdir
banner
banner