Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 30. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Getur Dias verið það sem vantað hefur eftir að Kompany fór?
Fyrrum þjálfari Ruben Dias telur að varnarmaðurinn geti fyllt það skarð sem Vincent Kompany skildi eftir sig hjá Manchester City.

Hinn 23 ára gamli Dias skrifaði í gær undir sex ára samning við Manchester City. Hann kemur frá Benfica fyrir um 60 milljónir punda.

Kompany var mikill leiðtogi hjá Man City en hann yfirgaf félagið í fyrra. Joao Tralhao þjálfaði Dias þegar hann var yngri og hann telur að miðvörðurinn geti fyllt í það skarð sem Kompany skildi eftir.

„Hann var fyrirliði í öllum aldursflokkum vegna þess að hann er náttúrulegur leiðtogi," sagði Tralhao við Sky Sports.

„Hann vill leiða lið áfram og hann veit hvernig á að gera það. Hann veit hvernig hann getur verið rödd þjálfarans inn á vellinum og í búningsklefanum. Hann veit allt um það hvernig það á að vera leiðtogi."

„Þið munuð sjá það hjá City þegar hann er búinn að aðlaga sig."
Athugasemdir
banner