Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. september 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Getur Dias verið það sem vantað hefur eftir að Kompany fór?
Dias er á leið til Man City.
Dias er á leið til Man City.
Mynd: Getty Images
Fyrrum þjálfari Ruben Dias telur að varnarmaðurinn geti fyllt það skarð sem Vincent Kompany skildi eftir sig hjá Manchester City.

Hinn 23 ára gamli Dias skrifaði í gær undir sex ára samning við Manchester City. Hann kemur frá Benfica fyrir um 60 milljónir punda.

Kompany var mikill leiðtogi hjá Man City en hann yfirgaf félagið í fyrra. Joao Tralhao þjálfaði Dias þegar hann var yngri og hann telur að miðvörðurinn geti fyllt í það skarð sem Kompany skildi eftir.

„Hann var fyrirliði í öllum aldursflokkum vegna þess að hann er náttúrulegur leiðtogi," sagði Tralhao við Sky Sports.

„Hann vill leiða lið áfram og hann veit hvernig á að gera það. Hann veit hvernig hann getur verið rödd þjálfarans inn á vellinum og í búningsklefanum. Hann veit allt um það hvernig það á að vera leiðtogi."

„Þið munuð sjá það hjá City þegar hann er búinn að aðlaga sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner