Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 31. janúar 2023 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen verður lengi frá
Mynd: Getty Images
Manchester United gaf það út í dag að Christian Eriksen verður fjarri góðu gamni í þrjá mánuði. United býst við því að Eriksen geti snúið til baka í lok apríl eða snemma í maí.

Eriksen fór af velli í seinni hálfleik gegn Reading á laugardag. Andy Carroll fór í tæklingu á Eriksen sem fór illa fyrir Danann sem glímir við ökklameiðsli.

Eriksen hefur verið í stóru hlutverki hjá United frá komu sinni síðasta sumar. Hann hefur komið við sögu í 31 leik á tímabilinu.

Eriksen á eftir að fara í frekari rannsóknir en eins og fyrr segir býst félagið við því að hann verði frá í þrjá mánuði.

Líklegt er að hlutverk þeirra Fred og Scott McTominay stækki við þessi tíðindi af Eriksen. Ekkert hefur heyrst af mögulegum liðsstyrk fyrir gluggalok.

„Þetta eru virkilega slæmar fréttir fyrir Manchester United. Hann hefur spilað virkilega vel á þessu tímabili og ein af ástæðunum fyrir því að liðið hefur bætt sig svona mikið. Að missa hann í svona langan tíma er gríðarlegt áfall fyrir United," segir Simon Stone, fréttamaður BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner