Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Kristins: Óska engum þess að þurfa að sitja inni
Birkir Kristinsson er gestur í miðjunni á Fótbolta.net í dag.
Birkir Kristinsson er gestur í miðjunni á Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net í dag. Hann ræðir þar um fangelsisvist sína undanfarin ár en hann fór í fangelsi í lok árs 2015 og lauk endanlega við að taka út dóm sinn í lok síðasta árs.

Birkir hafði verið viðskiptastjóri hjá Glitni á árunum fyrir hrun og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot nokkrum árum síðar.

„Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og mætti beint í Fangelsismálastofnun morguninn eftir og bað um að fá að hefja afplánun," sagði Birkir í Miðjunni í dag.

„Þetta var í sjálfu sér ömurleg tímasetning. Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg þá myndi ég hefja afplánun strax því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér."

„Ég fékk að fara inn viku seinna, kom inn á Skólavörðustíginn sunnudeginum á eftir og var fluttur á Kvíabryggju nokkrum dögum seinna. Ég var kominn þangað í kringum 20. des.


Í viðtalinu er rætt við Birki um fótboltaferilinn sinn en í lokin ræðir hann svo tímann í fangelsi.

„Þetta voru skrítnir tímar, ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Ég bað ekki um það og langaði ekki til þess en þegar það var kominn dómur var ekkert annað en að fylgja þeim dómi og bíta í það súra epli og takast á við það."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan en það er einnig komið í allar helstu podcastveitur. Finnið Miðjuna með því að leita að Fótbolti.net í veitunum.
Miðjan - Birkir um ferilinn, Barcelona og fangelsisvist
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner