Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars: Lars er mikilvægur hlekkur
Icelandair
Lars á æfingu í Liechtenstein í gær.
Lars á æfingu í Liechtenstein í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er mikilvægur hlekkur í þessu og það er gulls ígildi fyrir mig að hafa svona reynslumikinn mann við hliðina á mér," segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, um Lars Lagerback.

Lars er í þjálfarateymi íslenska landsliðsins en hann þekkir leikmannahópinn vel síðan hann þjálfaði liðið.

Lars var með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Þýskalandi í síðustu viku en hann fór ekki með til Armeníu um helgina vegna kórónuveiru faraldursins.

Lars er nú mættur aftur til móts við hópinn fyrir leikinn við Liechtenstein í kvöld.

„Það er rosalega gott að hafa Lars til að ræða fótbolta og ræða lausnir. Hann hefur fylgst með andstæðingunum og var með okkur í Þýskalandi og sá þann leik. Hann sá leikinn úti á móti Armeníu í sjónvarpinu og kom með feedback um þann leik."

„Lars hefur líka fylgst mikið með U21 liðinu. Það eru strákar sem hann þekkir ekki. Til dæmis þeir strákar sem við erum að taka inn núna."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild.
„Þegar maður hugsar um þetta þá fær maður ennþá skjálfta í hnén"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner