Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fim 31. mars 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óljóst hvar Fram spilar í fyrstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram leikur sinn fyrsta leik í efstu deild í fyrsta sinn í 8 ár í sumar. Það er hinsvegar óljóst hvar leikurinn fer fram.


Liðið á heimaleik gegn KR þann 20. apríl en félagið er að byggja nýja aðstöðu sem verður ekki tilbúin. Jón Sveinsson þjálfari Fram var til viðtals hjá Fótbolta.net á dögunum. Hann var spurður hvað sé til ráðs.

„Ég held að það sé enn verið að finna út úr því. Við ætluðum okkur að vera með klárt uppfrá. Nýjustu upplýsingar eru þær að gervigrasið muni ekki berast í tæka til svo það náist því miður. Ég verð að vísa því til stjórnarinnar og KSÍ hvar það endar en það er verið að skoða hvaða möguleika við höfum," sagði Jón.

Það er talað um að liðið gæti spilað í Árbænum þar sem heimavöllur liðsins í Safamýri sé ólöglegur í efstu deild.

„Ég þekki það ekki, ég held að menn vilji nú spila heima hjá sér, á velli sem við þekkjum, við sjálfsagt fáum undanþágu í eina umferð en það er ferli sem er í gangi."


Telur sig hafa fengið gæðaleikmann - „Tikkar í öll boxin"
Athugasemdir
banner
banner