Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 31. mars 2023 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Bjarnason heim í Viking (Staðfest)
Mynd: Viking
Norska félagið Viking tilkynnti í dag að Birkir Bjarnason væri genginn í raðir félagsins. Viking er fyrsta liðið sem Birkir lék með í meistaraflokki, gekk í raðir þess átján ára gamall árið 2006 og var þar út tímabilið 2011 þegar hann hélt til Standard Liege í Belgíu.

Birkir hefur leikið með Adana Demirspor undanfarin tvö tímabil og átti samningur hans við tyrkneska félagið að renna út í sumar. Það benti margt til þess að Birkir myndi semja við Viking í þessum glugga, æfði með liðinu í upphafi mánaðar og tókst honum að ná samningi sínum lausum í Tyrklandi og gat því samið við Viking.

Landsliðsmaðurinn er 34 ára gamall og skrifar undir samning út tímabilið. Miðjumaðurinn er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, hefur leikið 113 leiki og skorað fimmtán mörk. Hann var ekki í landsliðshópnum í síðasta verkefni.

Hjá Viking hittir hann fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson en þeir hafa verið liðsfélagar í landsliðinu. Tímabilið í Noregi hefst um aðra helgi, fyrsti leikur Viking er gegn Rosenborg á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner