Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 31. júlí 2024 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Katie Cousins hetja Vals í stórleiknum - Ótrúleg endurkoma í Víkinni
Valskonur fagna marki Katie
Valskonur fagna marki Katie
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur er komið á toppinn í Bestu deild kvenna eftir sigur í stórleiknum gegn Breiðabliki á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld.


Valskonur voru með þónokkra yfirburði í fyrri hálfleik og voru með verðskuldaða forystu eftir að Katie Cousins kom liðinu yfir snemma leiks. Hún fékk nægan tíma fyrir utan teiginn að munda skotfótinn og skoraði laglegt mark.

Valur hélt áfram að ógna en Blikar fengu sitt besta færi í leiknum eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Katrín Ásbjörnsdóttir var í færi en hitti boltann ekki vel með höfðinu.

Berglind BJörg fékk færi fyrir Val stuttu síðar en varnarmenn Blika komust fyrir. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og því gríðarlega mikilvægur sigur Valskvenna í titilbaráttunni.

Það var svakalegur leikur í Víkinni þar sem FH var í heimsókn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Gestirnir komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Linda Líf Boama minnkaði muninn fyrir lok fyrri hálfleiks af miklu harðfylgi.

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Shaina Ashouri, fyrrum leikmaður FH, og jafnaði metin fyrir Víking. Shaina innsiglaði síðan sigur Víkings með marki undir lok leiksins gegn gömlu félögunum.

Víkingur R. 3 - 2 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('22 )
0-2 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('34 )
1-2 Linda Líf Boama ('45 )
2-2 Shaina Faiena Ashouri ('46 )
3-2 Shaina Faiena Ashouri ('88 )
Lestu um leikinn

Valur 1 - 0 Breiðablik
1-0 Katherine Amanda Cousins ('9 )
Lestu um leikinn


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner