Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir í dag - Konurnar klára riðlakeppnina
Fer Kanada áfram?
Fer Kanada áfram?
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni kvennalandsliða á Ólympíuleikunum klárast í kvöld með sex leikjum.

Bandaríkin og Spánn hafa þegar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum og er því spilað um síðustu sex sætin.

Nýja-Sjáland mætir Frakklandi í A-riðli klukkan 19:00 á meðan Kólumbía spilar við Kanada. Frakkland og Kólumbía eru bæði með 3 stig en Kanada og Nýja-Sjáland án stiga.

Í B-riðli mætast Ástralía og Bandaríkin klukkan 17:00 og þá spilar Sambía við Þýskaland. Bandaríkin eru með sex stig og komin áfram en Þýskaland og Ástralía bæði með 3 stig. Sambía er á botninum með 3 stig.

Klukkan 15:00 hefjast leikirnir í C-riðli. Brasilía og Spánn mætast á meðan Japan leikur við Nígeríu. Spænska liðið er komið áfram, svo koma Brasilía og Japan næst á eftir með 3 stig og Nígería án stiga.

Það er gott að hafa í huga að tvö lið með besta árangurinn í 3. sæti fara einnig áfram. Eins og staðan er núna eru það Brasilía og Ástralía sem taka þau sæti, en það gæti breyst eftir úrslit dagsins.

Leikir dagsins:

A-riðill:
19:00 Nýja-Sjáland - Frakkland
19:00 Kanada - Kólumbía

B-riðill:
17:00 Ástralía - Bandaríkin
17:00 Sambía - Þýskaland

C-riðill:
15:00 Brasilía - Spánn
15:00 Japan - Nígería
Athugasemdir
banner
banner
banner