Sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye hefur fengið félagaskipti frá Árbæ yfir í Elliða.
Pape spilaði ekkert í fyrra, en árið 2022 lék hann með Árbæ í 4. deild og hjálpaði þeim að komast upp. Hann skoraði þá tíu mörk í 17 leikjum í deild og bikar.
Tímabilið þar áður lék hann með Tindastóli og skoraði þá 13 mörk í 21 leik í 3. deild.
Pape, sem er fæddur árið 1991, ólst upp í Fylki en hefur einnig spilað með Víkingi, Leikni, Grindavík, BÍ/Bolungarvík (nú Vestra), Víkingi Ólafsvík og Þrótti Vogum á sínum ferli.
Elliði er sem stendur í áttunda sæti 3. deildar karla.
Athugasemdir