Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 31. ágúst 2017 10:41
Magnús Már Einarsson
Ágúst Hlyns til Bröndby (Staðfest)
Ágúst og faðir hans Hlynur Svan Eiríksson við undirskrift í dag.
Ágúst og faðir hans Hlynur Svan Eiríksson við undirskrift í dag.
Mynd: Twitter - Total football
Ágúst Eðvald Hlynsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við danska félagið Bröndby en hann kemur þangað frá Norwich á Englandi.

Hinn 17 ára gamli Ágúst kom fyrr á þessu ári til Norwich frá Breiðabliki.

Ágúst steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Breiðabliks síðastliðið sumar. Ágúst varð meðal annars yngsti markaskorari í sögu Breiðabliks þegar hann skoraði í leik gegn Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Ágúst skoraði einnig í bikarleik gegn ÍA en samtals spilaði hann fjóra leiki í Pepsi-deildinni og þrjá leiki í Borgunarbikarnum.

Að auki varð Ágúst fjórði yngsti leikmaður sögunnar til að spila í Evrópudeildinni þegar hann spilaði með Blikum gegn Jelgava frá Lettlandi.

Ágúst var í U18 ára landsliðinu sem endaði í 3. sæti á æfingamóti í Tékklandi um helgina.Athugasemdir
banner
banner