Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tielemans fáanlegur á gjafaverði
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans er fáanlegur á ansi góðu verði áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

Tielemans, sem er 25 ára, á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá Leicester og hefur hann hingað til ekki viljað framlengja samning sinn hjá félaginu.

Það er talið að hann sé fáanlegur á 25 milljónir punda áður en glugginn lokar á miðnætti á morgun. Það verður að teljast ansi gott verð fyrir þennan öfluga leikmann.

Hann hefur verið mikið orðaður við Arsenal og spurning hvort hann endi þar áður en glugginn þar lokar á morgun. Newcastle er líka talið hafa áhuga en það hljóta fleiri félög að stökkva á þennan verðmiða sem er búið að setja upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner