Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 31. ágúst 2024 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lagleg afgreiðsla Havertz kom honum upp í annað sætið
Mynd: Getty Images
Kai Havertz skoraði sitt 34. mark í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom Arsenal yfir gegn Brighton í hádegisleiknum.

Havertz fékk laglega sendingu inn fyrir vörn Brighton, Lewis Dunk varðist ekki nógu vel og Havertz lyfti boltanum yfir Bart Verbruggen sem kom út úr marki Brighton.

Markið kemur Havertz upp fyrir Mesut Özil á lista yfir markahæstu Þjóðverjana í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Havertz er núna tíu mörkum á eftir Ilkay Gundogan sem er efstur á lista.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Havertz

Staðan í leik Arsenal og Brighton er 1-0 fyrir heimamenn í Arsenal þegar 50 mínútur eru búnar af leiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner