Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 31. ágúst 2024 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Víkingar byrja á því að fara til Kýpur - Fyrsti heimaleikurinn í lok október
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikjaniðurröðin og dagsetningar á leikjum Víkings í Sambandsdeild Evrópu hefur verið opinberuð og staðfest en liðið hefur leik gegn Omonoia á Kýpur.

Víkingar tryggðu sig í fyrsta sinn í lokakeppni í Evrópumóti á fimmtudag er liðið vann samanlagðan 5-0 sigur á Santa Coloma í umspili.

Dregið var um andstæðinga í gær og kom þá í ljós að Víkingur mætir Omonoia, Cercle Brugge, LASK Linz, Borac, Noah og Djurgården.

Leikjaniðurröðunin var síðan kláruð í dag og mun Víkingur hefja keppni á útivelli gegn Omonoia frá Kýpur. Leikurinn fer fram 3. október á GSP-leikvanginum.

Fyrsti heimaleikurinn er gegn Cercle Brugge þann 24. október en ekki er ljóst á hvaða velli Víkingar munu spila. Laugardalsvöllur verður mögulega ekki klár, en þó kemur til greina að spila á Lambahagavellinum í Úlfarsárdal eða á Kópavogsvelli.

Leikjadagskrá Víkinga:
Omonoia - Víkingur (3. október)
Víkingur - Cercle Brugge (24. október)
Víkingur - Borac (7. nóvember)
Noah - Víkingur (28. nóvember)
Víkingur - Djurgården (12. desember)
LASK - Víkingur (19. desember)


Athugasemdir
banner
banner
banner