Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. október 2022 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler í Breiðablik (Staðfest)
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler er genginn í raðir Breiðabliks frá ÍA og skrifar undir tveggja ára samning við Íslandsmeistarana. Eyþór var að renna út á samningi hjá ÍA og kemur því á frjálsri sölu.

Eyþór er uppalinn í Aftureldingu en hefur undanfarin tvö tímabil spilað með ÍA. Hann er kraftmikill sóknarmaður sem getur leyst allar fremstu stöðurnar á vellinum. Hann vakti athygli á tímabilinu fyrir mikinn dugnað og skoraði auk þess níu mörk í 25 leikjum á tímabilinu.

Ólafur Helgi Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik segir: „Við erum mjög ánægðir að hafa náð í Eyþór sem hefur mörg karakter einkenni sem við viljum sjá hjá leikmönnum okkar, hann er vinnusamur liðsmaður sem leggur sig alltaf allan fram fyrir liðið. Einnig hefur hann sýnt að hann hefur markanef og 9 mörk í 25 leikjum bera vott um það. Við teljum að Eyþór hafi mikla möguleika á að bæta sig sem leikmaður í okkar umhverfi og verða enn betri á komandi árum.“

Eyþór var valinn besti leikmaður ÍA á tímabilinu í Innkastinu á dögunum.

Hér að neðan er hægt að hlusta á nýjasta þátt Innkastsins. Í þættinum er Ísak Snær Þorvaldsson spurður út í Eyþór.
Innkastið - Sá besti gestur í lokaþætti ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner