Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   fim 02. maí 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara í 3. deild: 7-12. sæti
Úr leik KF og Vængjum Júpíters. Vængjunum er spáð 7.sæti.
Úr leik KF og Vængjum Júpíters. Vængjunum er spáð 7.sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leik KV og Einherja í fyrra. Einherja er spáð 9. sæti.
Úr leik KV og Einherja í fyrra. Einherja er spáð 9. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Álftanes er spáð botnsætinu.
Álftanes er spáð botnsætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jökull I. Elísabetarson er þjálfari Augnabliks.
Jökull I. Elísabetarson er þjálfari Augnabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Todor Hristov er lykilmaður hjá Einherja.
Todor Hristov er lykilmaður hjá Einherja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Justiniano Snjólfsson er lykilmaður hjá Sindra.
Kristinn Justiniano Snjólfsson er lykilmaður hjá Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Keppni í 3. deild karla hefst á föstudaginn. Fótbolti.net fékk þjálfarana í deildinni til að spá fyrir um lokastöðuna.

Hver þjálfari skilaði inn spá 1-11 og sleppti sínu liði. Hér að neðan má sjá liðin sem enduðu í 7-12. sæti í spánni en niðurstaðan í heild sinni birtist á morgun.

7. sæti Vængir Júpíters - 64 stig
Sæti í fyrra: 4. sæti í 3. deild
Vængir Júpíters eru á sínu fjórða ári í 3. deildinni en eftir að hafa verið hársbreidd frá því að fara upp í 2. deildina sumarið 2017 var liðið aftur í mikilli toppbaráttu í fyrra en endaði tveimur stigum frá toppsætunum. Þjálfara breytingar hafa orðið á Vængjunum en Tryggvið Guðmundsson tók við liðinu fyrr í vetur. Liðið hefur ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu og Vængjunum er ekki spáð jafn góðu gengi og undanfarin ár. Í vetur hefur liðið fengið fullt af ungum leikmönnum Fjölnis
Lykilmenn: Hjörleifur Þórðarson, Tumi Guðjónsson og Jóns Breki Svavarsson.
Fyrirliðinn segir - Hjörleifur Þórðarson
„Spáin kemur mér á óvart miðað við gengi okkar í deildinni undanfarin ár. Aftur á móti hefur veturinn verið frekar þungur hjá okkur og einkennst af miklum meiðslum og því er þetta kannski skiljanleg spá. Það er þó allt annað að sjá okkur þessa dagana og ég hef fulla trú á að við mætum helferskir til leiks í opnunarleik deildarinnar. Markmið okkar er klárlega að vera í toppbaráttunni í allt sumar og gera harða atlögu að því að enda í tveimur efstu sætunum.”

8. sæti Sindri - 45 stig
Sæti í fyrra: 9. sæti í 2. deild
Algjört hrun hefur verið á liði Sindra undanfarin tvö ár. Sumarið 2017 endaði í langneðsta sæti í 2. deildinni eftir að hafa siglt lygnan sjó þar í nokkur ár. Í fyrra endaði liðið síðan í næst neðsta sæti 3. deildarinnar en þar sem fjölgað var í deildinni fyrir þetta tímabil féll aðeins eitt lið. Gamla kempan Sinisa Valdimar Kekic tók við þjálfun Sindra fyrir síðasta tímabil en Ingvi Ingólfsson hefur tekið við liðinu fyrir þetta tímabil en hann er spilandi þjálfari liðsins. Þeir hafa fengið til sín Litháan Mykolas Krasnovskis frá Leikni F. en hann þekkir vel til á Íslandi og gæti hjálpað Sindra mikið í sumar. Litlar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta tímabili.
Lykilmenn: Kristinn Justiniano Snjólfsson, Mate Paponja og Mykolas Krasnovskis.
Þjálfarinn segir - Ingvi Ingólfsson
„Spáin kemur mér alls ekki á óvart. Eftir fall úr 2.deildinni árið 2017 og rétt sloppið við fall í fyrra þá er þetta mjög eðlileg spá. 3.deildin er að verða sterkari og sterkari og því ber að fagna. Það eru alvöru lið í þessari deild sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni þannig að þetta er spennandi og krefjandi verkefni. Eigum við ekki að segja að markmiðið sé gamla klisjan, að gera betur en í fyrra. Hópurinn er stór og góður þótt ungur sé og er mikil samkeppni í liðinu. Ég er mjög ánægður með þær breytingar sem við höfum gert á hópnum frá því í fyrra þó auðvitað hafi góðir karektarar horfið á braut þá höfum við fyllt skarð þeirra vel. Eins og ég segi þá er hópurinn ungur og margir að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Í hópnum eru hins vegar 18 heimastrákar og það er mikið ánægju efni fyrir félag eins og Sindra að hafa svona marga heimastráka innanborðs í bland við aðra góða leikmenn þannig að þetta verður spennandi sumar.”

9. sæti Einherji - 44 stig
Sæti í fyrra: 6. sæti í 3. deild
Vopnfirðingar hafa fest sig vel í sessi í 3. deildinni og hafa verið að gæla við toppbaráttuna undanfarin ár. Liðið hefur verið í miklum vandræðum í vetur með að manna leikmannahóp sinn og erfitt gekk að ráða þjálfara. Rétt fyrir mót náðist þó að semja við Akim Armstrong sem tekur við liðinu og verður spilandi þjálfari. Hann kemur frá Trinidad og Tobago. Ásamt honum koma tveir aðrir landar hans sem eiga að hjálpa liðinu í sumar. Númi Kárason markahæsti leikmaður liðsins í fyrra gekk í raðir Dalvík/Reyni fyrir tímabilið. Það verður að segjast að Einherji sé óskrifað blað fyrir hin liðin í deildinni fyrir þetta tímabil og jafnvel vita þeir sjálfir lítið við hverju má búast.
Lykilmenn: Dilyan Kolev, Todor Hristov og Akim Armstrong.
Stjórnarmaðurinn segir - Víglundur Páll Einarsson
„Spáin kemur okkur ekkert á óvart enda með mikið breytt lið en stefnan er að sjálfsögðu tekin hærra en 9. sætið. Marmið sumarsins eru kanski klassísk. En það er að fara í hvern leik til að vinna hann. Við teljum okkur vera með lið sem getur unnið öll lið. Við viljum njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman af því sem menn eru að gera. Undirbúningstimabilið hefur verið mjög sérstakt. Við réðum til okkar erlendan þjálfara sem við bindum miklar vonir við. Hann hinsvegar er bara rétt ókominn til landsins og því undirbúningur litill sem enginn. Leikmannahópurinn er töluvert breyttur frá síðasta timabili. Við verðum með fámennan en góðmennan hóp sem við treystum til þess að gera flotta hluti í sumar. Við misstum lykilmenn en erum að fá erlenda leikmenn sem við teljum geta fyllt í þeirra skörð. Erum með kjarna af heimamönnum sem eru með reynslu og svo unga og efnilega sem koma til með að fá fleiri mínútur en áður.”

10. sæti Skallagrímur - 42 stig
Sæti í fyrra: 2. sæti í 4. deild
Skallagrímur endaði í 2. sæti 4.deildarinnar eftir tap gegn Reyni S. í úrslitaleiknum í fyrra og komst upp úr neðstu deild eftir langa dvöl þar. Liðið endaði einnig í 2.sæti riðilsins í fyrra en þeir voru með Reyni í riðli. Liðið hefur misst langmarkahæsta leikmann sinn í fyrra, Guillermo Gonzalez Lamarca sem gekk í raðir Njarðvíkur. Spánverjinn skoraði 15 mörk fyrir Borgnesinga í fyrra. Þá fór Ingvi Þór Albertsson í Kórdrengina en hann skoraði fimm mörk fyrir þá í fyrra. Þeir hafa hinsvegar styrkt sig með öðrum leikmönnum og hafa fengið til sín erlenda leikmenn sem eru spurningarmerki. Bundnar eru miklar væntingar við Englendinginn, Cristofer Rolin
Lykilmenn: Viktor Ingi Jakobsson, Declan Redmond, Cristofer Rolin
Þjálfarinn segir - Kristinn Guðbrandsson
„Við erum nýliðar og yfirleitt er þeim spáð neðarlega. Markmið félagsins eru einföld. Stefnt er að því að tryggja sæti félagsins í 3. deild, allt þar fyrir ofan er bónus. Erlendu leikmennirnir sem voru í fyrra hafa róið á önnur mið. Við erum hinsvegar búnir að fá til okkar tvo aðra og svo eru verið að skoða þann þriðja. Allir þessir leikmenn koma frá Spáni. Arnar Freyr Sigurðsson er kominn frá Kára, Þorfinnur Gústaf er kominn aftur í Skallagrím. Einnig hefur grískur leikmaður Panos að nafni verið með okkur í vetur. Ég er þokkalega ánægður með undirbúningstímabilið miðað við aðstæður. Við vorum mjög fámennir á æfingum framan af vetri en nutum oft liðsinnis frá 2. flokki ÍA. Það samstarf hefur gengið afar vel. Hópurinn hefur verið að stækka síðustu vikur, þannig að við erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir sumarið.”

11. sæti Augnablik - 35 stig
Sæti í fyrra: 8. sæti í 3. deild
Augnablik hélt sér uppi í 3. deildinni í fyrra sem nýliði. Liðið endaði í 8. sæti sem þá var sætið fyrir ofan fallsætin. Alls léku 36 leikmenn með Augnablik í fyrra sem verður að teljast vera í meira lagi. Liðið fékk flest mörk á sig og endaði með lélegustu markatöluna. Liðið tapaði öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum og endaði með markatöluna 7-25 sem verður að teljast vonbrigði.
Lykilmenn: Breki Barkarson, Hrannar Jónsson, Sigmar Ingi Sigurðarson
Þjálfarinn segir - Jökull Ingason Elísabetarson
„Spáin kemur mér ekki á óvart. Okkur hefur gengið illa að ná í úrslit í vetur og fengið nokkra stóra skelli. Við höfum ekki sett okkur markmið ennþá. Ég er mjög ánægður með allar breytingar sem hafa átt sér stað. Við misstum nokkra rosalega öfluga leikmenn en fengum marga nýja, unga inn sem hafa staðið sig mjög vel. Ég hef trú á því að allar breytingar hafi verið skref í rétta átt.”

12. Sæti Álftanes - 28 stig
Sæti í fyrra: 4. sæti í 4. deild
Eftir að Höttur og Huginn sameinuðust í eitt lið varð það ljóst að Álftanes færi upp í 4. deildina eftir að hafa endað í 4. sæti í 4. deildinni í fyrra. Álftanes heldur sama kjarna frá því í fyrra og hafa síðan styrkt sig fyrir sumarið. Það verður gaman að fylgjast með Brandon Wellington miðjumanni frá Kanada sem lék með liðinu í fyrra. Þeim hefur gengið illa varnarlega og það gæti orðið veikleiki hjá þeim og svo er skarð fyrir skyldi ef Hörður Fannar Björgvinsson verður ekki í rammanum hjá þeim í sumar. Hann var algjör lykilmaður í liði Álftanes í fyrra. Baldvin Sturluson er spilandi þjálfari en hann tók við þjálfuninni af Marel Baldvinssyni eftir síðasta tímabil.
Lykilmenn: Brandon Wellington, Arnar Már Björgvinsson og Baldvin Sturluson.
Þjálfarinn segir - Baldvin Sturluson
„Liðið komst nokkuð óvænt upp um deild eftir síðasta tímabil þar sem að Höttur og Huginn sameinuðust. Þannig að ég myndi halda að þessi spá væri bara nokkuð eðlileg. Liðið hefur að ég held bara einu sinni spilað í 3.deildinni eftir að 4.deildin var stofnuð og fór beint niður. Markmið okkar fyrir sumarið eru því klárlega að reyna að gefa þessum liðum öllum alvöru leik og tryggja veru okkar í deildinni að ári. Hópurinn er flottur og ég hef fulla trú á því að strákarnir eigi eftir að koma á óvart í sumar og gera flotta hluti í deildinni.”
Athugasemdir