Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 02. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Spáin fyrir enska - 14. sæti
Southampton
Danny Ings og félagar í Southampton ætla sér stærri hluti á komandi tímabili.
Danny Ings og félagar í Southampton ætla sér stærri hluti á komandi tímabili.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl er öflugur stjóri.
Ralph Hasenhuttl er öflugur stjóri.
Mynd: Getty Images
Nathan Redmond er sprækur leikmaður.
Nathan Redmond er sprækur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Jannik Vestergaard.
Jannik Vestergaard.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 14. sætinu er Southampton.

Um liðið: Southampton endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir þremur árum og var á þeim tíma búið að festa sig í sessi í efri hluta deildarinnar. Undanfarin tvö tímabil hafa hins vegar gengið erfiðlega og falldraugurinn hefur verið á sveimi yfir Southampton. Southampton náði að berja falldrauginn frá sér í bæði skiptin og stefnir nú á að komast ofar í töflunni.

Staða á síðasta tímabili: 16. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Ralph Hasenhuttl tók við stjórnartaumunum hjá Southampton í desember eftir að Mark Hughes hafði verið í basli með liði. Hasenhuttl lagði sitt handbragð á liðið og hjálpaði Southampton að bjarga sér frá falli. Hasenhuttl er 51 árs Austurríkismaður en hann hafði starfað í Þýskalandi áður en hann tók við Southampton.

Styrkleikar: Hasenhuttl hefur verið að móta sinn leikmannahóp og meiri bjartsýni er hjá stuðningsmönnum Southampton en oft áður. Hasenhuttl hefur náð að búa til góð lið í gegnum tíðina og hann er á réttri leið hjá Southampton. Southampton spilaði ýmist 5-2-2-1 eða 5-3-2 og gekk vel þar sem miðjumenn liðsins eru í stóru hlutverki.

Veikleikar: Margir lykilmenn hafa horfið á braut undanfarin ár og það tekur tíma að koma Southampton aftur á sama stað og liðið var fyrir nokkrum árum. Markahæstu leikmenn Southampton á síðasta tímabili voru Danny Ings og James Ward-Prowse með sjö mörk hvor. Southampton mætti alveg við því að fá leikmann með yfir tíu mörk á komandi tímabili.

Talan: 1,793. Pierre-Emile Höjbjerg átti 1793 sendingar á síðasta tímabili, 600 fleiri sendingar en næsti maður í liðinu, Nathan Redmond.

Lykilmaður: Pierre-Emile Höjbjerg
Eins og sést á tölfræðinni hér að ofan þá lætur danski miðjumaðurinn spilið rúlla hjá Southampton. 23 ára gamall leikmaður sem kom frá Bayern Munchen árið 2016. Stærri liðin gætu farið að reyna aftur við hann á næstu árum ef frammistaða hans verður áfram svipuð á miðjunni hjá Southampton.

Fylgstu með: Jannik Vestergaard.
Daninn hávaxni kom inn í vörnina hjá Southampton á síðasta tímabili. 199 cm á hæð og gríðarlega öflugur í loftinu. Leikmaður sem gæti stimplað sig ennþá betur inn í ensku úrvalsdeildina með Dýrlingunum á komandi tímabili.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Eftir tvö döpur tímabil í röð er kominn tími á að Dýrlingarnir fari að gera eitthvað aftur og hlutirnir líta betur út með Ralph Hasenhüttel sem er topp stjóri. Southampton hefur ekki verið rúið inn að beini enn einn sumargluggann enda var nánast ekkert eftir fyrir stærri lið að stela. Uppbyggingarfasinn á að komast aftur í topp tíu gæti tekið þetta ár og jafnvel næsta en lykilatriðið er bara að halda sér almennilega frá fallbaráttunni og spila áfram góðan bolta."

Undirbúningstímabilið:
Rheindorf Altach 1 - 1 Southampton
Preston North End 1 - 3 Southampton
Guangzhou R&F 0 - 4 Southampton
Feyenoord 1 - 3 Southampton
Southampton 2 - 0 Köln

Komnir:
Che Adams frá Birmingham City - 15 milljónir punda
Moussa Djenepo frá Standard Liege - 14 milljónir punda
Danny Ings frá Liverpool - 18 milljónir punda

Farnir:
Matt Targett til Aston Villa - 11 milljónir punda
Steven Davis til Rangers - Frítt
Sam Gallagher til Blackburn - Kaupverð ekki gefið upp
Jordy Clasie til AZ Alkmaar - Kaupverð ekki gefið upp

Þrír fyrstu leikir: Burnley (Ú), Liverpool (H), Brighton (Ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner