Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 14. mars 2011 12:09
Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór: Jóhannes sagði af sér á dómaraæfingu fyrir norðan
Jóhannes Valgeirsson.
Jóhannes Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að Jóhannes Valgeirsson hafi sagt upp starfi sínu sem dómari fyrr í vetur.

Gylfi greindi frá því í síðasta mánuði að Jóhannes væri hættur dómgæslu. Í morgun kom síðan yfirlýsing frá Jóhannesi þar sem hann segist aldrei hafa lagt fram uppsögn.

Jóhannes segir einnig í yfirlýsingu sinni að dómaranefnd KSÍ, með Gylfa Þór í fararbroddi, hafi með furðulegum og andstyggilegum hætti bolað sér út. Gylfi segir aftur á móti að Jóhannes hafi sagt af sér.

,,Hann sagði af sér fyrir framan dómaranefndarmann á dómaraæfingu fyrir norðan. Hann staðfesti þá afsögn nokkrum vikum síðar þegar starfsmaður dómaranefndar hafði samband við hann," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

,,Þegar hann var spurður að því hvort að hann myndi senda tölvupóst til að staðfesta það þá sagði hann að það væri engin þörf á því, hann væri að staðfesta það með þessu samtali."

,,Við í dómaranefndinni gátum ekkert annað en staðfest þessa afsögn. Einhverjum 3-4 vikum síðar fóru að renna á hann tvær grímur og hann vildi spóla til baka með þetta en við vorum einhuga um að þessi ákvörðun stæði. Við höfum ekkert meira um málið að segja og ég ætla ekki að fara í deilur við hann í fjölmiðlum."
banner
banner
banner
banner