Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mán 14. febrúar 2011 07:00
Daníel Geir Moritz
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Um Arsenal og Nalla
Daníel Geir Moritz
Daníel Geir Moritz
Bikaraskápurinn á Emirates vellinum.
Bikaraskápurinn á Emirates vellinum.
Mynd: Internetið
Arsenal-aðdáendum finnst það gríðarlega töff að halda með Arsenal og glöggt merki um að þeir séu sjálfstæðir og geti valið sér frumlegra lið til að halda með en margir aðrir. Staðreyndin er hins vegar sú að engir fleiri halda með sama liði og pabbar sínir en Arsenal-aðdáendur.

Oft er talað um að hinir og þessir aðdáendur viti ekkert um fótbolta. Engir aðdáendur vita þó minna um sitt eigið lið og Nallarnir. Þeir vita jafnvel að David O´Leary var einu sinni framkvæmdarstjóri Leeds, en hafa ekki hugmynd um hans feril hjá Arsenal, eða þá að þeir viti hver Liam Brady er. Goðsagnir eru í hávegum hafðar hjá öðrum knattspyrnuliðum. Í dag spila menn svo fá tímabil fyrir Arsenal að Arsenal-goðsagnir eru orðnar að kennsluefni í sagnfræði í barnaskólum Lundúna.

Litlir krakkar fá verðlaunapeninga fyrir að vera með á íþróttamótum. Nallar eru ekki vaxnir upp úr þeirri hugsjón og finnst þeir alltaf hafa unnið deildina þegar þeir benda á hvernig félagið er rekið. Titlaleysið er þó orðið vandræðalegt á þeim bænum, enda bikara-skápar á hinum splunkunýja Emerates velli í mesta lagi notaðir undir loft. Líkur eru á að fljótlega vinni liðið reyndar titil, en það er titill sem félög sem raunverulega líta á sig sem stórlið nenna ekki einu sinni að keppa um.

Arsenal hefur oftar en ekki misst niður gott forskot í leikjum og er nærtækt dæmi leikurinn á móti Newcastle á dögunum. Hefur þetta oftar en ekki gerst og margir farnir að spá; hvað veldur? Sennilegasta ástæðan er að klukkan sé orðin svo margt þegar á leikina er liðið að það er löngu kominn háttatími hjá flestum leikmönnum liðsins.

Arsenal hefur tekið upp marga áður óþekkta siði hvað umgjörð og æfingar liðsins varðar. Stefna liðsins hefur m.a. verið að senda gáfumenni eins og Nicklas Bendtner og Emmanuel Eboue í gáfnapróf á meðan önnur lið taka spretti eða gera skotæfingar.

Menning í kringum Arsenal er á undanhaldi. Ég meina: Hefurðu komið inn á Arsenalpöbbinn? Heyrt Arsenal-lagið? Það var einmitt það.
banner
banner
banner