Jóhannes Valgeirsson, einn reyndasti dómari landsins, hefur lagt flautuna á hilluna en hann er ekki ennþá á lista yfir dómara á heimasíðu KSÍ.
,,Hann tilkynnti okkur með formlegum hætti að hann væri hættur störfum sem dómari," sagði Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ í samtali við Fótbolta.net í dag.
,,Við tókum það fyrir og lítum alvarlegum augum þegar svona mál koma upp en við gátum ekkert annað en samþykkt þá ákvörðun hans sem hafði borist með formlegum hætti."
,,Það hefur komið áður fyrir að reyndir dómarar hætta og þá kemur maður í manns stað."
Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið þegar Fótbolti.net hafði samband við hann í dag.