Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 18. febrúar 2011 09:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Varalið og framfarir
Magnús Valur Böðvarsson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Hvíti riddarinn og Ýmir eru bæði varalið hjá sínum félögum.
Hvíti riddarinn og Ýmir eru bæði varalið hjá sínum félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
KB hefur verið varalið Leiknis undanfarin ár.
KB hefur verið varalið Leiknis undanfarin ár.
Mynd: Brandur
Úr leik hjá Birninum og KFG.
Úr leik hjá Birninum og KFG.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Síðustu 10 ár hafa verið góð fyrir íslenska knattspyrnu. Mikil þróun hefur orðið og aðstaða gjörbyllst. Ég er af þeirri kynslóð sem ólst upp við að æfa á malarvelli allan veturinn og einstaka sinnum spilaði maður á grjóthörðum sandgrasvöllum í Kópavogi og Reykjavík. Það var ekki fyrr en ég kom í 2.flokk að Fífan var komin og gjörbreyttist allt í sambandi við aðstöðu og tækniæfingar gátu verið allan ársins hring. Þegar 2.flokk var lokið tók við óvissa hjá mér sem leikmanni enda vissi ég að hæfileikar og þroskinn var ekki beint kominn hjá mér sem leikmanni til að spila í efstu deildunum. Alltof fá lið voru á höfuðborgarsvæðinu í 3.deild karla á þeim tíma.

Minn árgangur í 2.flokki hafði verið frekar fjölmennur og nokkuð sterkur en alltof fáir sem fengu tækifæri með meistaraflokki félagsins eftir miklar samningaviðræður náðum við að ná samningum við meistaraflokksráð um að fá æfingar 2x í viku og afnot af velli yfir sumartíman til að taka þátt í 3.deildinni. Leikmenn í yngri flokkum litu hálf partinn niður á þetta lið okkar sem spilaði í 3ju deild enda var gengi liðsins ekki sérstakt fyrstu 2 árin og gekk brösulega. Nokkrum árum seinna fóru allir að líta á varaliðið sem sjálfsagðan hlut og litu ekki á það sem neina skömm að spila með því sjálfir eins og var í upphafi.

Allt tók sinn tíma og alltaf bættust við fleiri og fleiri ungir strákar sem ekki fengu ekki tækifæri í 1.deild og vildu ekki hætta knattspyrnuiðkun né leita til annarra félaga og komu því til okkar. Smám saman fór liðið að verða eitt af hinu sterkustu í 3.deild. Fleiri og fleiri lið fóru að taka upp álíka samstarf og eru "varalið" félaganna nú sterkustu lið 3. deildarinnar.

Þetta var mikilvæg reynsla fyrir marga af ungu strákunum sem svo seinna fengu tækifæri í efri deildum. Til að mynda kom upp mikið mannskapsleysi hjá 1.deildarliði HK seinasta sumar vegna meiðsla og leikbanna og gátu þeir treyst á fleiri unga stráka sem höfðu fengið tækifæri með varaliði félagsins Ými í 3.deild karla. Alls léku 14 leikmenn leik með HK í fyrstu deild á seinasta tímabili sem einnig hafa einhvern tíman spilað með Ými varaliði félagsins. Fjórir leikmenn Víkings höfðu til að mynda spilað með Berserkjum og góður hluti af hinu skemmtilega liði Leiknis höfðu spilað með KB. Þá má alveg nefna að Alfreð Finnbogason leikmaður Lokeren í Belgíu lék fyrstu tvo meistaraflokksleiki sína með Augnablik .

Eftir að hafa spilað í þriðju deild karla í 7 ár hef ég tekið eftir miklum framförum og styrkleikamun á deildinni nú og fyrir 7 árum. Minni munur er milli félaga og leikmenn oftar en ekki í betra líkamlegu ástandi en áður fyrr. Búið er að raða í riðla í 3.deild karla og um 12 af 30 liðum sem hafa tengingu við lið úr efri deild. Það er því mitt álit að knattspyrnan á Íslandi sé sífellt að styrkjast og sem betur fer minni afföll úr knattspyrnunni.

Ég ætla að enda á að birta lista yfir lið í 3.deild sem hafa beina eða óbeina tengingu við lið úr efri deildum en þau eru: Augnablik, KB, KFG, Markaregn, Hvíti Riddarinn, KFS, KH, KV, Léttir, Ýmir, Berserkir, Björninn.

Virðingafyllst
Magnús Valur Böðvarsson


Lesendur Fótbolta.net geta sent inn sína pistla á netfangið [email protected]. Fullt nafn verður að vera með pistlinum og ekki er verra ef að mynd af pistlahöfundi fylgir með.

Ef pistillinn stenst okkar kröfur verður hann svo birtur hér á síðunni undir „Aðsendir pistlar."

banner