Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 23. ágúst 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Hólmbert spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Crouch skorar samkvæmt spá Hólmberts.
Crouch skorar samkvæmt spá Hólmberts.
Mynd: Getty Images
Logi Bergmann Eiðsson fékk sex rétta þegar hann spáði í fyrstu umferð ensku úrvalsdeilarinnar um síðustu helgi.

Hólmbert Aron Friðjónsson varð bikarmeistari með Fram um síðustu helgi og hann tók að sér að spá í leiki helgarinnar að þessu sinni.

Fulham 2 - 1 Arsenal (11:45 á morgun)
Berbatov er að fara að klára þennan leik með tvö mörk, enda kallinn kominn í eitthvað svakalegt form.

Everton 1 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Bæði lið gerðu jafntefli í fyrsta leik og munu verða eitthvað stressuð. Ætli Everton taki þetta ekki með marki á 88 mín.

Hull 0 - 0 Norwich (14:00 á morgun)
Leiðinlegasti leikurinn um helgina, endar með markalausu jafntefli.

Newcastle 0 - 2 West Ham (14:00 á morgun)
Mínir menn Joe Cole og Stewart Downing skora mörkin, Alan Pardew verður í eitthverjum vandræðum áfram.

Southampton 1 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Veit voðalítið um þessi lið, ætli þetta verði ekki bara ágætis jafntefli.

Stoke 2 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Crystal Palace er bara aldrei að fara að skora á Begovic ef hann spilar eins og hann gerði á Anfield í seinasta leik. Ætli nafni minn hann Crouch skori ekki eitt fyrir Stoke.

Aston Villa 0 - 3 Liverpool (16:30 á morgun)
Þetta er leikurinn sem Liverpool nær að vinna sannfærandi og við Liverpool menn horfum graðir á titilinn eftir tvo sigra.

Cardiff 0 - 3 Manchester City (15:00 á sunnudag)
Fannst Cardiff menn ekkert sannfærandi seinast á móti West Ham, held að þetta verði auðvelt fyrir City, en mikið vona ég að Aron skori eitt skallamark.

Tottenham 2 - 1 Swansea (15:00 á sunnudag)
Gylfi stimplar sig vel inn í þetta Tottenham lið og skorar á móti sínum gömlu félögum og fagnar eins og brjálæðingur. Hörkuleikur og Tottenham rétt vinnur.

Manchester United 1 - 2 Chelsea (19:00 á mánudag)
Super Monday – Það er bara ekki séns að Mourinho sé að fara að tapa þessum leik, Lukaku klárar leikinn á seinustu mínútunum og Mourinho tekur knee slide á vellinum.

Eldri spámenn:
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner