Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 16. ágúst 2013 16:30
Magnús Már Einarsson
Logi Bergmann spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson.
Mynd: Stöð 2
Robin van Persie skorar tvö á morgun samvkæmt spá Loga.
Robin van Persie skorar tvö á morgun samvkæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Strákarnir í City byrjar á jafntefli samkvæmt spá Loga.
Strákarnir í City byrjar á jafntefli samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður á Stöð 2, var hlutskarpastur af þeim sem tippuðu á leikina í ensku úrvalsdeildinni á Fótbolta.net síðastliðinn vetur.

Logi Bergmann fékk átta rétta af tíu mögulegum þegar hann spáði í leikina.

,,Ég er annað hvort með þetta eða ekki. Ég er annað hvort með níu rétta eða tvo," sagði Logi Bergmann við Fótbolta.net í dag aðspurður út í hvort að hann sé alltaf svona getspakur.

Þar sem Logi fékk flesta rétta í fyrra þá fær hann að ríða á vaðið með því að koma með fyrstu spána á nýju tímabili sem hefst á morgun.


Liverpool 2 - 1 Stoke (11:45 á morgun)
Ég held að Liverpool vinni fyrsta leik. Þetta Suarez mál þjappar þeim saman.

Arsenal 3 - 0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Arsenal vinnur þetta frekar auðveldlega. Ég held að þeir verði með frekar fínt lið í vetur á meðan Aston Villa er svo leiðinlegt fótboltalið að það hálfa væri nóg.

Norwich 1 -1 Everton (14:00 á morgun)
Það er nýr stjóri hjá Everton og pínu vesen.

Sunderland 1 - 2 Fulham (14:00 á morgun)
Þó að Fulham séu ekki miklir sérfræðingar á útivöllum þá vinna þeir þennan leik.

West Ham 2 - 0 Cardiff (14:00 á morgun)
Mér finnst ekki líklegt að Aron spili en ég vona að hann spili svolítið í vetur. Þetta er kraftmikill og skemmtilegur strákur.

WBA 2 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Það er öllum sama.

Swansea 1 - 3 Manchester United (16:30 á morgun)
Swansea skorar fyrsta markið en United skorar þrjú í síðari hálfleik. Ég held að van Persie setji tvö og Welbeck eitt.

Crystal Palace 1 - 1 Tottenham (12:30 á sunnudag)
Tottenham er týpískt lið í að byrja illa og vera lengi að klóra það af sér. Þetta Bale rugl hefur ekki farið vel í þá og þetta fer 1-1.

Chelsea 3 - 1 Hull (15:00 á sunnudag)
Jose Mourinho vinnur þennan leik, það segir sig sjálft.

Manchester City 2 - 2 Newcastle (19:00 á mánudag)
City á að taka þennan leik en það eru alltaf ein óvænt úrslit og ég ætla að spá því að þessi leikur fari 2-2. Nýr stjóri í veseni hjá City.
Athugasemdir
banner
banner
banner