Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mán 14. október 2013 21:26
Alexander Freyr Tamimi
Lucas Digne: Ísland erfiðasta liðið sem við höfum mætt
Lucas Digne.
Lucas Digne.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lucas Digne, varnarmaður Paris Saint-Germain og franska U21 landsliðsins, var ánægður með 4-3 sigurinn gegn Íslandi í undankeppni EM 2015 í kvöld.

Digne, sem var keyptur til PSG frá Lille fyrir 15 milljónir evra í sumar, segir að leikurinn hafi verið mjög erfiður.

„Við erum glaðirað hafa unnið, við komum hingað til að sækja sigurinn. Þetta var erfitt en við sýndum gott hugarfar gegn góðu liði Íslands,“ sagði Digne við Fótbolta.net.

,,Ísland er gott lið sem beitir skyndisóknum, þeir gerðu það í kvöld og sýndu hversu góðir þeir eru. Við vissum að þetta yrði flókið, að það væri kalt og þetta væri gott lið sem hafði unnið allt. Við bjuggumst við erfiðum leik,“ sagði Digne, sem þótti helst til kalt á Laugardalsvelli.

„Það var örlítið kalt, það er kaldara hérna en í Frakklandi,“ sagði hann léttur.

„Það er gott að hafa unnið alla leikina. Við munum gera okkar besta til að það haldi áfram. Við munum gera allt sem við getum til að efsta sætið verði okkar,“ sagði Digne.

Hann bætti því við að Ísland hefði verið erfiðasti andstæðingur Frakklands til þessa.

„Þetta er liðið sem hefur valdið okkur mestum vandræðum til þessa. Það er klárt að þetta er gott lið,“ sagði Digne að lokum.

Viðtalið má sjá hér að ofan, en það er að vísu á frönsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner