Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 08:05
Elvar Geir Magnússon
Sporting og PSV fagna meistaratitlum
Stuðningsmenn Sporting Lissabon þeystust út á götur og torg.
Stuðningsmenn Sporting Lissabon þeystust út á götur og torg.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn PSV fagna 25. Hollandsmeistaratitli félagsins.
Stuðningsmenn PSV fagna 25. Hollandsmeistaratitli félagsins.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Sporting Lissabon þeystust út á götur og torg í gær eftir að ljóst varð að liðið væri orðið meistari. Keppinautarnir og erkifjendurnir í Benfica töpuðu 2-0 gegn Famalicao og þar með fór Portúgalsmeistaratitillinn til Sporting.

Benfica vann titilinn í fyrra og þurfti að vinna til að halda sér í baráttunni en tapið gerir það að verkum að liðið er átta stigum á eftir Sporting þegar tvær umferðir eru eftir.

Þetta er 20. meistaratitill Sporting í Portúgal en síðast hafði liðið orðið landsmeistari 2021.

Rúben Amorim (39) stjóri Sporting hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina en í apríl voru sögusagnir um að hann hefði gert munnlegt samkomulag við Liverpool. Hann neitaði hinsvegar þeim falsfréttum.

Miklir yfirburðir PSV í Hollandi
Í hollenska boltanum tryggði PSV Eindhoven sér sinn fyrsta Hollandsmeistaratitil í sex ár, og þann 25. í heildina, með því að vinna Spörtu frá Rotterdam 4-2 í gær.

Peter Bosz og lærisveinar hafa haft yfirburði í deildinni þetta tímabilið og aðeins tapað einum leik. Liðið er með markatöluna 107-19 þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

PSV byrjaði tímabilið á því að jafna eigið met með því að vinna fyrstu sautján leiki sína. PSV liðið 1988 afrekaði það einnig. Þetta er fyrsti stóri deildartitill Bosz á stjóraferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner