Andri Rúnar Bjarnason er laus undan samningi frá Víkingi R. eftir að hann nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum.
Andri Rúnar var á láni hjá Grindavík í sumar þar sem hann skoraði sjö mörk í sautján leiki og hjálpaði liðinu upp í Pepsi-deildina.
Bæði Víkingur R. og Grindavík vilja hafa Andra í sínum röðum í Pepsi-deildinni næsta sumar.
„Ég var með ákvæði til að segja upp samningnum svo ég nýtti mér það í vikunni. Bæði lið vilja halda mér svo ég er bara að fara í samningsviðræður núna," sagði Andri við Fótbolta.net í dag.
Andri verður 26 ára í næsta mánuði en hann kom til Víkings frá BÍ/Bolungarvík fyrir tveimur árum.
Andri skoraði tvö mörk í sautján leikjum með Víkingi í Pepsi-deildinni í fyrra en hann hafði áður raðað inn mörkum með BÍ/Bolungarvík í neðri deildunum.
Athugasemdir