Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 27. júlí 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Siggi Raggi í Kína: Árangurinn framar vonum
Það hefur gengið vel hjá Sigurði Ragnari í Kína. Hér er hann ásamt aðstoðarþjálfaranum, Daða Rafnssyni.
Það hefur gengið vel hjá Sigurði Ragnari í Kína. Hér er hann ásamt aðstoðarþjálfaranum, Daða Rafnssyni.
Mynd: Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Það kom mörgum á óvart þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, fyrrum þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla og fyrrum aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni tók JS Suning í úrvalsdeild kvenna í Kína í byrjun árs.

Hingað til hefur dvöl Sigurðar í Kína fyrst og fremst verið mjög jákvæð og árangursrík.

Hann hefur þjálfað lið JS Suning, ásamt Daða Rafnssyni, með gríðarlega góðum árangri. Fyrr í sumar varð liðið bikarmeistari og sem stendur er það á toppnum í kínversku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir. Síðan Siggi Raggi og Daði tóku við hefur JS Suning unnið 18 keppnisleiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Liðið er einnig komið í 8-liða úrslit National Games, sem er risa mót sem haldið er í Kína á fjögurra ára fresti.

Eins og flestir, sem fylgjast með fótbolta ættu að vita, þá hefur verið mikill uppgangur í fótboltanum í Kína.

Mörg stór nöfn hafa farið kínverska boltan, ekki bara í karlaboltann. Til að mynda leikur hin norska Isabell Herlovsen með Jiangsu Suning, liði Sigga Ragga, en það eru ekki bara bestu leikmennirnir sem fara til Kína. Margir af bestu þjálfurunum eru þar líka.

„Frakkinn Farid Benstiti er að þjálfa Dalian ásamt frönsku þjálfarateymi en hann hefur þjálfað m.a Lyon, Rússneska landsliðið, PSG og Rossiyanka og fór með Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net

„Þær eru með átta kínverskar A landsliðskonur, Asitat Oshoala (landsliðskonu frá Nígeríu) og aðra landsliðskonu frá Kamerún."

„Við spilum við Changchun úti á laugardaginn en þær eru með tvo Brassa, Rafaelle og Cristiane. Svo förum við í 10 daga æfingaferð til Noregs á sunnudaginn."

Siggi Raggi segir að deildin í Kína sé mjög spennandi.

„Deildin er hörkuspennandi, það eru fjögur mjög góð lið að berjast um titilinn, öll stútfull af landsliðskonum. Öll liðin geta tekið stig af hvoru öðru," segir Sigurður.

Á síðasta tímabili var Jiangsu nálægt því að falla, en það hefur margt breyst síðan Sigurður tók við. Hann er að vinna með nánast sama leikmannahóp, en samt er árangurinn miklu betri.

„Við stefnum að sjálfsögðu á að vinna deildina, en félagið okkar spilaði umspilsleik um fall í fyrra og bjargaði sér frá falli með marki í uppbótartíma," sagði Sigurður.

„Við erum með sama mannskap fyrir utan tvo erlenda leikmenn sem við fengum, svo árangurinn er framar vonum."

„Bikarmeistaratitillinn er fyrsti titill félagsins síðan risa fyrirtækið Suning tók yfir klúbbinn en Suning á karla- og kvennalið félagsins."

Kínverska kvennalandsliðið er mjög gott. Það er í 14. sæti á heimslista FIFA. Í pistli Sigurðar sem við birtum í gær talaði hann aðeins um kínverska landsliðið, en á þessu ári eru þær saman í 168 daga! Samt er ekki stórmót hjá þeim.

Er þetta ekki vesen fyrir félagsliðin, að missa landsliðskonur sínar svona mikið?

„Félagsliðin hafa ekkert getað sagt við því. Hérna ræður knattspyrnusambandið. Það gætu þó orðið einhverjar breytingar á næsta ári sem tekur meira tillit til félaganna."

Sigurður er með nokkrar kínverskar landsliðkonur í sínum hóp.

„Þegar ég byrjaði vorum við með tvær. Þriðja markmanninn og senterinn Yang Li. Í síðasta landsliðshóp voru þær orðnar 5. Þar af tvær ungar sem spiluðu ekkert í fyrra hjá okkur en hafa sprungið út í ár. Ég reikna með að við eignumst 1-2 í viðbót í næsta landsliðshóp sem Bruno Bini landsliðsþjálfari er mjög hrifinn af."

Það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvort Sigurði og Daða takist að landa kínverska meistaratitlinum, en deildin klárast í október. Liðið er í góðri stöðu, sérstaklega miðað við gengið á síðasta tímabilið þar sem það var næstum því fallið.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir og hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner